Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Christopher Wray forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) hyggst láta af störfum sem forstjóri embættisins áður en Donald Trump verður formlega settur inn í forsetaembættið í janúar. 11.12.2024 20:07
Kaup Símans á Noona gengin í gegn Síminn hefur klárað kaup á öllu hlutafé í Noona Iceland ehf., sem sér um innlendan rekstur Noona Labs ehf en fyrirtækið heldur uppi samnefndu bókunarforriti. 11.12.2024 19:20
Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Facebook, Instagram og fleiri miðlar Meta liggja sem stendur niðri víða um heim. Unnið er að viðgerð. 11.12.2024 18:45
Leita einstaklings í Tálknafirði Björgunarsveitir frá Tálknafirði, Patreksfirði og Bíldudal hafa verið kallaðar út til leitar í Tálknafirði vegna einstaklings sem ekki hefur náðst í um tíma. 11.12.2024 17:21
Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Tæplega níræður maður vann sjötíu skattfrjálsar milljónir króna í Milljónaveltu Happdrættis háskóla Íslands í kvöld. Vinningshafinn hefur átt miða í Happdrættinu alla ævi en móðir hans keypti miða þegar hann fæddist, tveimur árum eftir stofnun Happdrættisins. 10.12.2024 23:23
Verð á kaffi sögulega hátt Verð á kaffi hefur tekið stökk og hefur aldrei verið hærra. Verðhækkanirnar má rekja til áætlana um minni uppskeru á kaffibaunum en undanfarin ár vegna mikilla þurrka og rigninga. Kaffiframleiðendur segjast aldrei hafa séð annað eins. 10.12.2024 22:59
Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Aldís Amah Hamilton leikkona hefur verið tilnefnd til tölvuleikjaverðlauna BAFTA fyrir leik sinn í tölvuleiknum Senua’s Saga: Hellblade II sem besti leikari í aukahlutverki. 10.12.2024 21:18
Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, féll í gólfið í hádegispásu öldungaþingsins í bandaríska þinghúsinu í dag. 10.12.2024 20:10
Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir skólasamfélagið allt hafa barist fyrir að grunnskólar í Laugarneshverfi yrðu stækkaðir í stað þess að byggður yrði safnskóli fyrir unglingadeildir í hverfinu. Hún segir skólahverfið rótgróið og farsælt og skólasamfélagið vilji halda í þá skólagerð. 10.12.2024 19:35
Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Varnarmálasérfræðingur veltir upp hugmyndinni um að stofna til íslensks hers og bendir á að aðrar smáþjóðir hafi stofnað til herja. Auka ætti viðbúnað í varnarmálum á Íslandi til að hægt sé að bregðast við skyndilegum eða ófyrirséðum árásum. 10.12.2024 18:33