Biðla til fólks að standa saman eftir að leikmaður varð fyrir fordómum Leikmaður á fótboltamótinu ReyCup sem nú stendur yfir í Laugardalnum varð fyrir fordómum í gær. Ekki hefur tekist að hafa upp á þeim sem komu að málinu. 27.7.2024 17:23
Lýsa yfir óvissustigi og skipa fólki að yfirgefa svæðið Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jökulhlaups úr Mýrdalsjökli. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi beinir því eindregið til fólks að halda sig frá svæðinu milli Skaftártungu og Víkur í Mýrdal. Áhyggjur eru af gosmengun og þá hefur vatn flætt yfir hringveginn og fleiri vegi á svæðinu. 27.7.2024 17:10
Pósturinn varar við netþrjótum Netþrjótar hafa herjað á landsmenn sem aldrei fyrr undanfarnar vikur. Jökull Jóhannsson, tæknirekstrarstjóri hjá Póstinum, segir ástæðu til að vara fólk við. 25.7.2024 17:06
Meðstjórnandi MrBeast sökuð um að draga barn á tálar Fyrrverandi meðstjórnandi YouTube-stjörnunnar MrBeast hefur verið sökuð um að draga þrettán ára gamalt barn á tálar. MrBeast, sem heitir réttu nafni Jimmy Donaldson, hefur ráðið utanaðkomandi rannsakendur til að rannsaka mál hennar. 25.7.2024 16:31
Skógareldar í Jasper-þjóðgarðinum dreifast í byggð Byggingar í ferðamannabænum Jasper í Kanada standa í ljósum logum eftir að skógareldar sem kviknuðu í samnefndum þjóðgarði dreifðust yfir í byggð. Um 25 þúsund manns hafa rýmt bæinn vegna eldanna. 25.7.2024 15:17
Rukkaður um 2800 króna aukagjald í Reynisfjöru Adolf Ingi Erlingsson leiðsögumaður segir farir sínar ekki sléttar af fyrirtækinu MyParking ehf, sem hann segir hafa rukkað sig um 2800 krónur aukalega fyrir bílastæði við Reynisfjöru en þegar höfðu verið greiddar þúsund krónur fyrir stæðið. Lendi ferðamenn á bílaleigubílum í því sama þurfi þeir að greiða enn meira. 25.7.2024 13:40
Flugferð Icelandair aflýst vegna mótmæla á flugvelli Flugferð Icelandair frá flugvellinum í Frankfurt am Main til Keflavíkur var aflýst í morgun vegna tafa sem urðu þegar loftslagsaðgerðasinnar mótmæltu á flugvellinum. Aðgerðasinnar hafa mótmælt á fjölförnum flugvöllum í Evrópu síðustu daga. 25.7.2024 10:57
Loftefni hrundi í húsi sem fæst ekki uppkeypt Halla Kristín Sveinsdóttir Grindvíkingur rak upp stór augu þegar hún uppgötvaði að loftefni hefði hrunið til jarðar í aðalrými húss í hennar eigu við Borgarhraun í dag. Vegna þess að húsið er í eigu félags hennar fæst það ekki uppkeypt af Þórkötlu og Halla situr uppi með skuldirnar. 24.7.2024 17:46
Halla heimsótti Guðna Rúm vika er til stefnu þar til Halla Tómasdóttir verður formlega sett inn í embætti forseta Íslands. Fjölskyldur Höllu og Guðna Th. Jóhannessonar hittust á Bessastöðum í dag. 24.7.2024 14:13
Féllu ofan í jökullón Sólheimajökuls Þyrla landhelgisgæslunnar auk björgunarsveita á Norður- og Suðurlandi var kölluð út nú fyrir skömmu. Fyrst vegna reiðhjólaslyss í Ásbyrgi og síðan vegna tveggja ferðalanga sem féllu af sporði Sólheimajökuls og ofan í jökullónið. 24.7.2024 13:43