Fréttamaður

Sólrún Dögg Jósefsdóttir

Sólrún er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar

Nýjustu greinar eftir höfund

Ní­ræður maður og ný­bakaður tvíburafaðir duttu í lukku­pottinn

Tæplega níræður maður vann sjötíu skattfrjálsar milljónir króna í Milljónaveltu Happdrættis háskóla Íslands í kvöld. Vinningshafinn hefur átt miða í Happdrættinu alla ævi en móðir hans keypti miða þegar hann fæddist, tveimur árum eftir stofnun Happdrættisins.

Verð á kaffi sögu­lega hátt

Verð á kaffi hefur tekið stökk og hefur aldrei verið hærra. Verðhækkanirnar má rekja til áætlana um minni uppskeru á kaffibaunum en undanfarin ár vegna mikilla þurrka og rigninga. Kaffiframleiðendur segjast aldrei hafa séð annað eins.

Ó­á­nægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægi­vald“

Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir skólasamfélagið allt hafa barist fyrir að grunnskólar í Laugarneshverfi yrðu stækkaðir í stað þess að byggður yrði safnskóli fyrir unglingadeildir í hverfinu. Hún segir skólahverfið rótgróið og farsælt og skólasamfélagið vilji halda í þá skólagerð. 

Ó­viss með fram­tíð sína innan Pírata

Oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður segir flokkinn þurfa að fara í innri endurskoðun og ákveða sína vegferð næstu árin. Hún sé þó ekki viss hvort hún taki þátt í því verkefni. 

Eldur í í­búð í Vesturbergi

Eldur kviknaði í íbúð á annarri hæð í íbúðahúsi í Vesturbergi í Breiðholti á fjórða tímanum í dag.

„Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“

Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna þakkar stuðningsfólki og samstarfsfólki sínu fyrir samvinnuna í færslu á Facebook fyrr í dag. Samkvæmt niðurstöðum úr Alþingiskosningum þurrkast flokkurinn alveg út af þingi og missir rétt sinn til árlegra fjárframlaga til stjórnmálasamtaka úr ríkissjóði. 

Sjá meira