FHL jók forskotið og dýrmætur sigur Þróttar Leikið var í Lengjudeildum karla og kvenna í dag og eru Austfirðingar í góðum málum í Lengjudeild kvenna þegar mótið er rúmlega hálfnað, með sex stiga forskot á toppnum. ÍBV færðist nær toppi Lengjudeildar karla og Þróttur vann dýrmætan sigur í botnbaráttunni. 6.7.2024 19:02
Hollendingar lentu undir en mæta Englandi Þrátt fyrir að lenda undir gegn Tyrkjum tókst Hollendingum að tryggja sér fjórða og síðasta sætið í undanúrslitum EM karla í fótbolta, með 2-1 sigri í slag þjóðanna í Berlín í kvöld. 6.7.2024 18:30
Töpuðu rétt eftir risasigurinn Lærimeyjar Þóris Hergeirssonar í norska kvennalandsliðinu í handbolta mættu heims-og ólympíumeisturum Frakka í annað sinn á þremur dögum í kvöld, og urðu að sætta sig við tap. 6.7.2024 18:28
Fyrsta mark Eggerts eftir mínútu á vellinum Eggert Aron Guðmundsson skoraði með afar laglegum hætti sitt fyrsta mark í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lið hans Elfsborg vann þá 3-0 sigur á Brommapojkarna. 6.7.2024 16:57
Öll vítin inn og England í undanúrslit Englendingar nýttu öll fimm víti sín og komust þannig í undanúrslit EM í fótbolta eftir sigur á Sviss í vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en fyrsta víti Sviss í vítakeppninni fór í súginn. 6.7.2024 15:30
Fyrst kvenna og vill rjúfa múr í París: „Segja öll að þetta sé allt annað fyrirbæri“ „Mig er búið að dreyma um þetta síðan ég byrjaði í frjálsum, níu ára gömul,“ segir hin 24 ára gamla Erna Sóley Gunnarsdóttir sem í gær fékk að vita að hún væri á leið á Ólympíuleikana í París. 6.7.2024 09:01
Dagskráin í dag: Barist í Bestu deildunum og í tímatöku á Silverstone Leikir í Bestu deild karla og kvenna í fótbolta auk tímatökunnar í Formúlu 1 eru á meðal þess sem sjá má í beinni útsendingu á sporstöðvum Stöðvar 2 og Vodafone í dag. 6.7.2024 07:00
Man. Utd bannað að kaupa varnarmann en leyft að spila Fjármálaráð UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, hefur ákveðið að leyfa bæði Manchester United og Manchester City að taka þátt í Evrópukeppnum á næstu leiktíð, en bannað United að kaupa eftirsóttan varnarmann frá Nice. 5.7.2024 23:00
Þessi ömurlega sápuópera haldi áfram þar til Ronaldo segi stopp Fótboltaspekingurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson sparaði ekki stóru orðin í garð Cristiano Ronaldo í kvöld, í umræðum á RÚV um leik Portúgals og Frakklands á EM. 5.7.2024 22:17
Frakkar sluppu inn í undanúrslit Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru úr leik á EM eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Frökkum, í 8-liða úrslitum í Þýskalandi í kvöld. 5.7.2024 21:44