Sandra mætir sjóðheit: „Treysti Steina algjörlega til að taka þessar ákvarðanir“ Sandra María Jessen mætir stútfull sjálfstrausts í komandi landsleiki við Þýskaland og Pólland í undankeppni EM í fótbolta. Þetta eru síðustu leikirnir í undankeppninni og Ísland getur á föstudag tryggt sér sæti á EM í Sviss næsta sumar. 9.7.2024 13:33
Ísland á pari við San Marínó og Mónakó en langt á eftir Kýpur Aðeins þrjár Evrópuþjóðir koma til með að eiga færri keppendur en Ísland á Ólympíuleikunum í París í sumar. Ísland á fimm keppendur líkt og San Marínó, Mónakó og Malta. 9.7.2024 13:02
„Klikkaðir“ FH-ingar á grasi reyna að þyngja það með lóðum Leikmenn FH bera þung lóð á Kaplakrikavöll í von um að þyngja hann fyrir komandi heimaleiki í Bestu deildum karla og kvenna, í myndbandi sem birt er á samfélagsmiðlum félagsins. 7.7.2024 09:00
Jóhann lenti óvænt í flugi með formanninum og fer ekki fet Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, segir að það að hafa óvænt verið í sama flugi og Alan Pace, formaður Burnley, á heimleið frá Amsterdam hafi haft sitt að segja um að hann verði áfram leikmaður enska félagsins, eftir að hafa kvatt það í vor. 7.7.2024 08:00
Dagskráin í dag: Hörð titilbarátta í Bestu deild og Verstappen berst við Bretana Silverstone-kappaksturinn í Formúlu 1 og Besta deild kvenna eiga sviðið á sportrásum Stöðvar 2 og Vodafone í dag. 7.7.2024 07:00
Búast við gullregni með sölu á Stefáni til Englands Danska knattspyrnufélagið Silkeborg hefur átt í viðræðum við ensku félögin QPR og Derby um sölu á landsliðsmanninum Stefáni Teiti Þórðarsyni. 6.7.2024 22:31
Sjáðu fernu og dans Viktors, Valsara í stuði og tæpt jöfnunarmark KR Skagamenn skoruðu átta mörk í lygilegum sigri á HK í dag, og Valsmenn komust nær toppnum með öruggum sigri á Fylki. Mörkin úr öllum fjórum leikjum dagsins í Bestu deild karla má nú sjá á Vísi. 6.7.2024 21:46
„Líður eins og ég hafi svikið þjóð mína“ Manuel Akanji, miðvörður Sviss og Manchester City, var skiljanlega miður sín eftir að hafa verið sá eini sem ekki náði að skora í vítaspyrnukeppni Sviss og Englands í 8-liða úrslitum EM í fótbolta í kvöld. 6.7.2024 20:38
Fyrsta mark Bryndísar skipti sköpum Landsliðsframherjinn Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sitt fyrsta mark sem atvinnumaður í fótbolta í dag þegar hún skoraði dýrmætt mark fyrir Växjö í sænsku úrvalsdeildinni. 6.7.2024 19:15
FHL jók forskotið og dýrmætur sigur Þróttar Leikið var í Lengjudeildum karla og kvenna í dag og eru Austfirðingar í góðum málum í Lengjudeild kvenna þegar mótið er rúmlega hálfnað, með sex stiga forskot á toppnum. ÍBV færðist nær toppi Lengjudeildar karla og Þróttur vann dýrmætan sigur í botnbaráttunni. 6.7.2024 19:02