Neyddir í eina stystu rútuferð sögunnar Leikmenn Bodö/Glimt neyddust til að ferðast með rútu í heimaleik sinn við Porto í Evrópudeildinni í fótbolta í gær. Ferðalagið tók eina mínútu. 26.9.2024 09:03
Æfir eftir stæla þjálfarans og banna leikmenn í landsliðið Það kemur ekki til greina að leikmenn tyrkneska körfuboltaliðsins Fenerbahce spili fyrir tyrkneska landsliðið, á meðan að Ergin Ataman stýrir landsliðinu. Heiftúðugur rígur veldur því. 26.9.2024 08:46
Stefán fær Arsenal í heimsókn Tottenham og Manchester City mætast í stórleik 16-liða úrslita enska deildabikarsins í fótbolta en dregið var í gærkvöld. 26.9.2024 08:29
Sjáðu glæsimörk táninga og Helga koma Víkingi á toppinn Helgi Guðjónsson skoraði tvö góð mörk fyrir Víkinga í gær þegar liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn FH, í Bestu deildinni í fótbolta. Gullfalleg mörk úr smiðju táninga vöktu athygli í 3-3 jafntefli KA og HK. Öll mörkin má sjá á Vísi. 26.9.2024 07:34
Bragðdauft á Old Trafford Manchester United gerði 1-1 jafntefli við Twente frá Hollandi í 1. umferð Evrópudeildar karla í fótbolta. Leikur kvöldsins var gríðarlega bragðdaufur og heimamenn með bakið upp við vegg eftir slaka byrjun á tímabilinu. 25.9.2024 21:00
Býðst til þess að gefa þjófnum gullið í arf Ungverjinn László Csongrádi hefur í örvæntingu sinni boðist til þess að arfleiða innbrotsþjóf að ólympíugullinu sem hann vann á sínum tíma. 25.9.2024 14:01
Mbappé úr leik næstu vikurnar Franska knattspyrnustjarnan Kylian Mbappé mun ekki geta látið ljós sitt skína með Evrópumeisturum Real Madrid næstu þrjár vikurnar, vegna meiðsla. 25.9.2024 11:59
Krefjast aðgerða vegna verðlaunahafa Hvít-Rússa Verðlaunahafar Hvíta-Rússlands frá Ólympíuleikunum í París í sumar virðast hafa brotið reglur um hlutleysi þegar þeir tóku við viðurkenningum frá Alexander Lukashenko, forseta landsins. Úkraínumenn krefjast aðgerða. 25.9.2024 11:02
Stálheppinn að vera á lífi og gæti snúið aftur með Aroni Markvörðurinn Sergio Rico, sem læknar telja nánast kraftaverk að sé á lífi, hefur ákveðið að snúa aftur í fótboltann og allt útlit er fyrir að hann geri það með nýja liðinu hans Arons Einars Gunnarssonar, Al-Gharafa í Katar. 25.9.2024 10:32
Drukkinn undir stýri og enn í „lederhosen“ Jens Lehmann, fyrrverandi markvörður Arsenal og þýska landsliðsins, er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis á Októberfest í München. 25.9.2024 09:31