Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Rússneskur dómstóll hafnaði í gær áfrýjunarkröfu 32 ára konu sem dæmd var fyrir landráð í sumar. Ksenia Karelina var dæmd til tólf ára fangelsisvistar fyrir að gefa tæpar sjö þúsund krónur til góðgerðafélags fyrir Úkraínumenn, skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu. 12.11.2024 12:12
Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, virðist ekki vera að sóa tíma við að skipa menn í ríkisstjórn sína. Á síðustu dögum hefur hann tilkynnt hverja hann vill í þó nokkur embætti og eru þó nokkrir þingmenn úr Repúblikanaflokknum þar á meðal. 12.11.2024 11:20
Ganga til kosninga í febrúar Þjóðverjar munu ganga til kosninga til sambandsþings þann 23. febrúar næstkomandi, eftir að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn ríkisstjórn Olaf Scholz, kanslara, fer fram í desember. Sú tillaga verður að öllum líkindum samþykkt. 12.11.2024 10:27
Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Bandarískir flugmenn framkvæmdu í gær loftárásir á níu skotmörk tengd vígahópum á vegum íranska byltingarvarðarins í Sýrlandi. Yfirmenn herafla Bandaríkjanna á svæðinu segja árásirnar hafa verið gerðar vegna ítrekaðra árása á bandaríska hermenn í austurhluta Sýrlands. 12.11.2024 09:51
PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sony hóf á dögunum sölu á nýrri útgáfu PlayStation 5 leikjatölvunnar, Ps5 Pro. Þessi útgáfa er töluvert öflugri en hina tvær og opnar á nýja möguleika þegar kemur að grafík og gæðum leikja, hvort uppfærslan borgi sig er þó spurning. 12.11.2024 08:45
Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví Strákarnir í GameTíví fá til sín góða gesti í kvöld. Það eru þeir Guðmundur Ari og Sverrir Bergmann sem ætla að berjast með strákunum í fjölspilun í Black Ops 6. 11.11.2024 19:32
Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Yfirmenn rússneska hersins hafa safnað tugum þúsunda hermanna í Kúrsk-héraði í Rússlandi og eiga þeir að hefja umfangsmikla gagnsókn gegn Úkraínumönnum þar. Von er á umfangsmikilli sókn á næstu dögum. 11.11.2024 16:48
Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Oddvitar í Norðvesturkjördæmi koma saman á opnum fundi á Ísafirði í dag þar sem meðal annars verður rætt um samgönguinnviði og Vestfjarðarlínu. Innviðafélag Vestfjarða heldur fundinn þar sem farið verður yfir hvernig forsvarsmenn flokka bregðast við ákalli um stórátak í uppbyggingu samgönguinnviða. 11.11.2024 16:01
Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Donald Trump, verðandi og fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur valið Elise Stefanik til að verða sendiherra hans gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Stefanik situr í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og hefur lengi verið einn ötulasti stuðningsmaður Trumps þar og kom hún til greina sem varaforsetaefni hans. 11.11.2024 15:24
Vill losna við tálma úr vegi sínum Eftir að hafa tryggt sér Hvíta húsið og meirihluta í öldungadeildinni er útlit fyrir að Repúblikanar muni einnig enda með meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Fari kosningarnar svo er fátt sem staðið getur í vegi Donalds Trump og stefnumálum ríkisstjórnar hans á næsta kjörtímabili en hann er þegar byrjaður að þrýsta á Repúblikana á þingi um að fjarlægja tálma úr vegi hans. 11.11.2024 11:00