fréttamaður

Rakel Sveinsdóttir

Rakel sér um flokkana Atvinnulíf og Áskorun á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Coco Puffs þá pantað og staðgreitt mánuðum fyrirfram

„Þau sigldu um heimsins höf á norsku fraktskipi. Kynntust matarmörkuðum og ferskvörum á Ítalíu, í Afríku, Japan, Panama og fleiri stöðum í Ameríku og víðar. Ég held að áhrifin frá siglingunum hafi smitast inn í Melabúðina og þau eru hér enn hluti af sjarmanum,“ segir Snorri Guðmundsson. „Já, pabbi lagði mikla áherslu á úrval og gæði og lengi vel vissu Íslendingar oft ekki hvernig ferskvara átti að líta út,“ segir Pétur bróðir Snorra og bætir við: „Ég man til dæmis eftir manni sem vildi ekki hvítkálshausinn hjá pabba því hann var of hvítur. Hann bað því um þann brúna sem hann var vanur að fá, en auðvitað er hvítkál aldrei brúnt á lit nema það sé gamalt,“ segir Pétur og hlær.

Íþróttanördinn í Landsbjörg viðurkennir stríðni barna sinna

Nýr framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjörg, Kristján Harðarson, viðurkennir að hann sé algjör alæta á íþróttir. Svo mikill íþróttanörd er hann reyndar, að börnin gera að honum smá grín. Kristján skipuleggur verkefnin sín í lok hverrar vinnuviku en þessa dagana er annasamt í vinnunni; Ekki síst vegna eldgossins í Fagradalsfjalli.

„Ég hef ekki tíma“

„Ég hef ekki tíma.“ Við höfum öll hugsað þetta. Mörg okkar sagt þetta upphátt. Kapphlaupið, stressið og það hversu fljótt tíminn líður gerir það hreinlega að verkum að okkur tekst engan veginn að gera allt sem okkur langar til að gera. Eða þyrftum að gera. Hvað þá verkefni sem kalla á næði, sköpun, hugmyndarflug…. Hver hefur tíma í þann lúxus?

Litlu skrímslaverkefnin sem við frestum

Við eigum það öll til að fresta ýmsum litlum verkefnum. Jafnvel svo litlum, auðveldum og fljótlegum að það hvers vegna við ljúkum þeim ekki af, er oft hreinlega óskiljanlegt. Jafnvel okkur sjálfum.

„Í dag getur nánast hver sem er gefið út bankaþjónustu“

„Í dag getur nánast hver sem er gefið út bankaþjónustu. Í stað þess að eyða tveimur til þremur árum í að smíða hana frá grunni má leigja tækniinnviði og þjónustur. Hægt er að fá aðgengi að þjónustum sem áður voru eingöngu á hendi banka,“ segir Gunnar Helgi Gunnsteinsson, einn stofnenda fjártæknifyrirtækisins Memento.

Getur ekki lengur vaknað í rólegheitum á morgnana

Hera Grímsdóttir, forseti Iðn- og tæknifræðideildar við Háskólann í Reykjavík (HR), segir nýjasta fjölskyldumeðliminn, tíu vikna Bichon tík, vera að hrófla við allri hefðbundinni morgunrútínu. Heru finnst best að skipuleggja verkefni vikunnar á mánudögum og þar sem iðn- og tæknifræðideild HR hefur stækkað svo mikið frá því að hún var stofnuð fyrir tveimur árum, eru verkefni vikunnar æði mörg.

„Verum óhrædd og þorin og prófum okkur áfram“

„Mitt ráð til þeirra sem eru að stíga þau skref að stytta vinnuvikuna er að horfa á verkefnið sem umbótatækifæri og nota þau verkfæri sem hönnunarhugsun færir okkur,“ segir Sara Lind Guðbergsdóttir sérfræðingur hjá Ríkiskaupum og þýðandi bókarinnar „Styttri“ eftir dr. Alex S. Pang framtíðarfræðings í Kísildal í Bandaríkjunum.

Fimm algengustu ástæður þess að fólk segir upp og hættir

Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum segja 71% starfsfólks, að það myndi frekar kjósa lægri laun en að vera í starfi sem það væri óánægt í. Þá sýna rannsóknir að algengustu ástæður þess að fólk segir upp og hættir í starfi, eru ekki laun, heldur ýmiss önnur atriði.  

Ríkið innleiðir nýja stjórnendastefnu: Vilja hæfasta fólkið

„Stjórnendur ríkisins eiga að búa yfir hæfni og þekkingu til að geta brugðist við sífellt flóknara starfsumhverfi og vinna að breytingum í samfélaginu. Sú hæfni sem lögð er til grundvallar í stefnunni eru leiðtogahæfileikar, áhersla á árangursmiðaða stjórnun, samskiptahæfni og heilindi sem er svo útfærð nánar í stefnunni,“ segir Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins í fjármála- og efnahagsráðuneytinu um nýja stjórnendastefnu sem ríkið vinnur nú að því að innleiða.

Sjá meira