fréttamaður

Rakel Sveinsdóttir

Rakel sér um flokkana Atvinnulíf og Áskorun á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kosningar 2021: Vantar hvata, skýr skilaboð og markvissari vinnu

Atvinnulífið vantar fleiri hvata og stjórnvöld þurfa að vera skýrari og markvissari í aðgerðum um loftlagsmál er meðal þess sem aðilar í atvinnulífinu segja þegar spurt er um skilaboð til nýrra stjórnvalda um að hverju þarf að huga betur að, svo fyrirtæki séu líklegri til að ná hraðari og betri árangri í loftlagsmálum. Að innleiða hringrásarhagkerfið þýðir innleiðingu á breyttu hugarfari.

Starfaði hjá Amazon: „Skýr sýn frá Jeff Bezos skilaði sér alla leið til okkar“

„Ég var nú búin að sækja um nokkrum sinnum hjá Amazon og öðrum stöðum en nálgunin hjá mér var líklega ekki rétt. Það var ekki fyrr en ég fór að leita ráða hjá þeim sem voru að vinna við að ráða fólk inn í alþjóðleg fyrirtæki þarna að hlutirnir fóru að gerast,“ segir Sylvía Ólafsdóttir um aðdragandann að því að hún hóf störf hjá Amazon í Evrópu og síðar við Kindle deild fyrirtækisins. Sylvía deilir reynslu sinni af starfinu hjá Amazon og segir meðal annars að ráðningaferlið hjá fyrirtækinu sé afar sérstakt.

„Er þetta ekki miðaldrakrísa? sagði einhver. Pottþétt, svaraði ég“

Þessa dagana þeysist Jón Kaldal um Ítalíu á mótorhjóli. Hann segir að eftir aldarfjórðung í faginu líti hann alltaf á sjálfan sig sem blaðamann. Í dag rekur hann félagið Forsíða og starfar við það að finna sjónarhorn, draga saman upplýsingar eða setja þær fram með hætti sem vekur athygli eða forvitni. Að því leytinu til, er starfið í dag náskylt blaðamennskunni. 

Ekki (endilega) þiggja starfið ef…

Nú þegar atvinnuleysi mælist hlutfallslega hátt má alveg gera ráð fyrir að stundum sé fólk svo ánægt og þakklát ef það fær vinnu, að það segir JÁ við þeim tilboðum sem það fær. Sem þó geta verið alls konar. Og sum kannski ekkert endilega góð fyrir þig.

Í kjölfar Covid: Engin skömm að því að tala um hvernig okkur líður

„Í könnuninni kom fram að algengasta hlutfall launa af rekstrarkostnaði sé 70-79%, meðalhlutfallið var 57%. Hlutfallið er tæp 52% á almenna markaðnum og ríflega 70% á opinbera markaðnum,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðstjóri Deloitte og einnig í vinnuhópi hjá Mannauði um mannauðsmælingar og tölfræði, um nýjar niðurstöður könnunar sem Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi, lét gera meðal félagsmanna.

„Ég fékk oft að heyra að þetta væri nú frekar bjartsýnt hjá mér“

„Ég hafði stofnað fyrirtækið Icelandic Coupons, sem er afsláttarapp fyrir ferðamenn og Íslendinga árið 2015. Í þeirri vegferð var ég mikið að funda á veitingahúsum landsins. Mér fannst ótrúlegt að sjá hvað voru margar aðferðir notaðar við að halda utan um borðabókanir. Sumir voru með stílabækur, aðrir voru að notast við Word í tölvum og enn aðrir við erlend bókunarforrit og svo framvegis,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout um aðdragandann að því að Dineout var stofnað.

„Það eru bara fyrstu tvö skrefin sem eru erfið“

Unnur Guðrún Pálsdóttir, sem alltaf er kölluð Lukka, viðurkennir að vinnan í Greenfit á hug hennar allan. Hún segir markmið Greenfit að bjarga heilbrigðiskerfinu og fjárhag landsmanna því þar er viðskiptavinum kennt að lesa lykiltölur sínar varðandi heilsu. Sjálf elskar hún þennan árstíma þegar haustið er að byrja. Sérstaklega þá morgna þegar hún vaknar snemma og skellir sér út að hjóla.

Hugmynd fyrir ári orðið að vinsælum Facebookleik

„Fyrir ári síðan, rétt þegar önnur COVID bylgjan var að skella á, fékk ég þessa flugu í kollinn á göngu í Elliðarárdal. Mér fannst einhvern veginn allt framundan vera svo undirlagt af alvarleika, mikil þyngsl í fólki, veturinn að koma og myrkrið á næsta leiti,“ segir Rúna Magnúsdóttir aðspurð um það hvernig Facebook-leikurinn Game of Boxes kom eiginlega til. Leikurinn stendur yfir í 21 dag og gengur út á að fólk virkjar ímyndunaraflið sitt til þess að brjótast út úr viðjum vanans og viðhorfum sem eru að hefta þau.

Starfsfólki mögulega gert að skila Covid niðurstöðum fyrir viðburði

Sóttvarnir virðast vera komnar til að vera en nánast ekkert er um það rætt hjá fyrirtækjum hvort krefja eigi starfsfólk um að fara í bólusetningar. Fyrir fjölmenna viðburði á vegum vinnustaða, velta fyrirtæki hins vegar fyrir sér að krefjast neikvæðra Covid niðurstaðna frá starfsfólki áður en það mætir á viðburðinn.

Sjá meira