fréttamaður

Rakel Sveinsdóttir

Rakel sér um flokkana Atvinnulíf og Áskorun á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Getur leitt til uppsagnar ef fólk vill ekki bólusetningu

Erlend stórfyrirtæki hafa sum hver sett þá kröfu á starfsmenn sína að þeir séu bólusettir gegn Covid. Nýleg dæmi eru fyrirtæki eins og Facebook, Google og Uber og fyrir stuttu var þremur starfsmönnum CNN sagt upp þegar þeir mættu óbólusettir til vinnu. Þá hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að vinnustaðir eins og skólar geti gert kröfu um að starfsfólk sé bólusett á þeim forsendum að starfsmennirnir starfi með viðkvæmum hópum, sbr. börnum.

Regluvörður: „Stundum þarf maður að stökkva á tækifærin“

„Ég get alveg sagt með fullri hreinskilni að þegar ég hóf störf hjá félaginu þá áttaði ég mig ekki fyllilega á starfi regluvarðar og því ábyrgðarhlutverki sem því fylgir. Stundum þarf maður að stökkva á tækifærin, láta vaða og sjá hvað setur,“ segir Fanny Ósk Mellbin, lögfræðingur og regluvörður hjá Skeljungi. Og Fanny bætir við: „Ég held að ég sé ekki ein af þeim sem vissi sex ára við hvað ég vildi starfa við, heldur finnst mér lífið vera ákveðin vegferð, og það verða eflaust mörg tímabil á lífsins leið, hvert og eitt stútfullt af áskorunum og tækifærum.“

„Þótti Helgu betra að láta mig svelta en hundinn“

Morgnarnir eru miklar gæðastundir hjá Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra, en bestu stundirnar eru úti í náttúrunni. Hápunktur sumarsins var fjögurra daga ganga með kærustunni og hundinum, sem þó endaði þannig að sá síðastnefndi fékk nánast allan matinn. Ásgeir viðurkennir að það að skipan seðlabankastjóra sé tímabundin ráðning, mótar mikið hvernig hann nálgast starfið. 

Leiðir til að lokka starfsfólk aftur á vinnustaðinn

Sitt sýnist hverjum um ágæti fjarvinnu. Sumir hreinlega elska þessa nýju veröld á meðan aðrir óska þess heitast að allt verði eins og það var fyrir Covid. Þá sérstaklega eru vinnuveitendur margir sagðir uggandi yfir því hversu áhugalaust fólk er um að mæta aftur til vinnu á vinnustaðinn sjálfan!

Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl

„Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“

Pétur Jakob Pétursson ráðinn til HPP, prótínverksmiðju Héðins

Pétur Jakob Pétursson hefur verið ráðinn markaðs- og sölustjóri hjá HPP, en HPP er háþróuð prótínverksmiðja sem hönnuð var frá grunni og smíðuð hjá Héðni. Með HPP geta sjávarútvegsfyrirtæki fullnýtt aflann hundrað prósent með framleiðslu á lýsi og fiskmjöli, jafnt á landi sem um borð í skipum.

Starfsmenn framtíðarinnar: Vinna sjálfstætt og fjölgar hratt nú þegar

„Þau störf sem við teljum að muni vera hvað mest áberandi í sjálfstæðum rekstri eru allar tegundir ráðgjafa og sérfræðinga. Sviðið getur spannað allt frá forriturum til listamanna og viðskiptafræðinga, lykillinn hér er sérhæfing,“ segir Lilja Hallbjörnsdóttir, sem ásamt dóttur sinni, Fanneyju Sigurðardóttur, mun standa fyrir vinnustofu í október fyrir sjálfstætt starfandi fólk. „Fjölgun sjálfstætt starfandi mun að endingu marka endalok skipuritsins. Þar sem þú ert með sérfræðinga sem koma inn og taka við stoðþjónustunni eða öðru sem hægt er að úthýsa,“ segir Fanney.

Á leið í útrás en allt hófst þetta í háskólanum

„Við fórum af stað sem ungt teymi með ýmislegt ólært. Okkur vantaði meiri breidd í hópinn og höfðum ekki nægilega mikla þekkingu í sölu- og markaðstengdum málum, þar af leiðandi lentum við í byrjunarörðugleikum við að koma vörunni á markað. Þá tók við erfitt tímabil þar sem við misstum gott fólk frá okkur,“ segir Aðalheiður Hreinsdóttir framkvæmdastjóri og einn stofnenda LearnCove. „Þessum tíma fylgdi þó mikill lærdómur og við erum reynslunni ríkari ásamt því að hafa bætt við okkur öflugum einstaklingum í sölu- og markaðshliðinni. Við erum virkilega ánægð með breidd hópsins í dag og hversu vel hann nær saman,“ segir Aðalheiður.

Vakin með knúsi en tjaldútilegurnar með eiginmanninum bestar

Alma Dagbjört Möller landlæknir fær knús frá hundunum sínum þegar hún vaknar eldsnemma á morgnana og hlakkar alltaf til dagsins. Hún segir tjaldútilegu með eiginmanninum á hálendinu bestu leiðina til að aftengja sig frá daglegu amstri og í sumar fékk hún það nýja hlutverk að fara í morgungöngur með tvíburaömmustelpur í vagni. Í vinnunni gerir hún það sama og svo margir: Skrifar niður lista yfir helstu verkefni dagsins.

Vinnustaðir fyrir og eftir Covid

Um allan heim eru vinnustaðir að móta sér hugmyndir og stefnur um hvernig best er að haga til framtíðinni þar sem fjarvinna er orðin hluti af veruleika atvinnulífsins. BBC Worklife leitaði til nokkurra sérfræðinga eftir áliti á því hvaða breytingar við munum helst sjá í kjölfar Covid.

Sjá meira