Hugmynd fyrir ári orðið að vinsælum Facebookleik Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. september 2021 07:01 Rúna Magnúsdóttir. Vísir/Vilhelm „Fyrir ári síðan, rétt þegar önnur COVID bylgjan var að skella á, fékk ég þessa flugu í kollinn á göngu í Elliðarárdal. Mér fannst einhvern veginn allt framundan vera svo undirlagt af alvarleika, mikil þyngsl í fólki, veturinn að koma og myrkrið á næsta leiti,“ segir Rúna Magnúsdóttir aðspurð um það hvernig Facebook-leikurinn Game of Boxes kom eiginlega til. Leikurinn stendur yfir í 21 dag og gengur út á að fólk virkjar ímyndunaraflið sitt til þess að brjótast út úr viðjum vanans og viðhorfum sem eru að hefta þau. Peningaboxið opnað No More Boxes er aðferðarfræði og lífstíll sem fólk nýtir sér til að festast ekki í þegar mótuðum viðhorfs- og hegðunarmynstrum, en að sögn Rúnu stýrist um 95% af hegðun fólks, viðhorfi og viðbrögðum af því sem við erum fyrirfram búin að gefa okkur. Þjálfunin gengur út á að hjálpa fólki til að nýta betur þau tækifæri sem það hefur. Hvort sem það er í starfsframa, í einkalífi eða í fjármálum. Það er gert með því að þjálfa fólk í að brjóta sig út úr þeim fyrirfram mótuðu „boxum“ sem flestir hafa fest sig í, oft án þess að gera sér grein fyrir því. Facebook leikurinn Game of Boxes er sá hluti sem snýr að fjármálum. „Leikurinn gengur út á að breyta viðhorfi okkar til peninga og fjármagns. Við köllum það að opna á peningaboxið okkar,“ segir Rúna og bætir við: „Þú sérð, líkaminn okkar gerir engan greinamun á því hvort að hluturinn sem við erum að upplifa er að gerast núna eða hvort þetta eru tilfinningar sem fylgja í raun einhverjum minningum.“ Í þær þrjár vikur sem fólk tekur þátt í leiknum, fær það ímyndaða peningagjöf á hverjum degi. Fyrst tíu dollara, síðan tvöfalt þá upphæð, síðan þrefalda og svo framvegis. Dagleg þátttaka snýst síðan um að fólk þarf að skrá færslu um það hvernig það eyddi peningnum þann daginn. Dæmi: „Ég keypti mér góðan kaffibolla á Te & Kaffi og fékk með súkkulaðimola.” Næsta dag hefur upphæðin tvöfaldast og þú færð ímyndaða tuttugu dollara senda til þín og þannig gengur þetta fyrir sig í þrjár vikur. Sem þýðir að í lok leiksins þarftu að deila því með hópnum hvernig þú ætlar að ráðstafa 10,4 milljónum dollara eða sem samsvarar um 1,3 milljarði íslenskra króna. Rúna segir að fljótlega í leiknum fari fólk að átta sig á ákveðnu mynstri hjá sér þegar kemur að peningum. Þessu fylgi oft ýmsar frásagnir sem fólk upplýsir um. Til dæmis að það segi frá því að þegar það ólst upp hafi aldrei verið til nægur peningur. Þetta hafi síðan haft mikil áhrif á samband fólks við peninga síðar meir um ævina.“ Í lok leiksins upplifa flestir leikmenn gjörbreytt samband við peninga. „Margir tala um að hugarfarið sitt hafa breyst algerlega. Peningur er ekki áhyggjuefni lengur. Margir segjast sofa betur því að áhyggjurnar fóru út um gluggann,“ segir Rúna. Rúna hvetur fólk og fyrirtæki til að hugsa út fyrir boxið og prófa áfram hugmyndir sem það fær, stórar sem smáar.Vísir/Vilhelm Tækifæri oft svo einföld Að No More Boxes standa Rúna Magnúsdóttir leiðtogamarkþjálfari og fyrirlesari, búsett á Íslandi. Nicholas Haines, nálastungulæknir og sérfræðingur í kínverskum orkufræðum forstjóri Five Institute í Bretlandi, Dr. David Paul sem er ástralskur sérfræðingur í breytingastjórnun fyrir stærri samfélög. Tekjumódel No More Boxes er sambærilegt og víðast hvar þekkist, fólk greiðir fyrir þjálfun eða þátttöku á námskeiðum. Það sama gildir um Game of Boxes-leikinn á Facebook. Fyrir hann er greitt eins og námskeið og tekur fólk síðan þátt á lokuðum Facebook-síðum. Leikurinn hefur hingað til farið fram á ensku. Rúna segir leikinn gott dæmi um hvernig nýjar hugmyndir og leiðir geta opnað ný tækifæri án þess að vera flókin eða kostnaðarsöm. Það hafi til dæmis aðeins tekið um sex vikur að fara af stað með fyrsta leikinn af stað. Og þó voru þátttakendur þá strax um 100 talsins og víðs vegar að úr heiminum. Enn er ekki fyrirséð hvernig málin munu þróast. Rúna nefnir dæmi: Kona sem spilaði leikinn með okkur í vor er markþjálfi í Ísrael. Hún segir leikinn hafa breytt mjög miklu fyrir sig og óskaði eftir leyfi til að stýra leiknum með hópi af fólki frá Ísrael. Það skýrir það út að frá byrjun september hafa um 160 manns verið að spila leikinn okkar saman. Á hebresku!“ Rúna hvetur fólk og fyrirtæki til að hugsa út fyrir boxið, leyfa sér að nota leik til að þjappa hópinn saman, byggja upp vinnustaðamenninguna, prófa áfram hugmyndir sem það fær, stórar sem smáar. Hún nefnir leikinn sem dæmi og segir: „Að hugmynd í COVID göngutúr í Elliðárdalum geti ári síðar umbreytt lífi hundruði manna og kvenna víða um heim er til dæmis meira en ég hefði nokkurn tímann getað ímyndað mér.“ Nýsköpun Heilsa Góðu ráðin Tengdar fréttir Að hvetja okkur til dáða í vinnu: Segðu hlutina upphátt! Það er með ólíkindum hvernig okkur tekst að rífa okkur niður í huganum. Eða gera lítið úr okkur. Ef okkur gengur til dæmis mjög vel í vinnunni og náðum að afkasta miklu, erum við samt meira með hugann við verkefnin sem við náðum EKKI að klára frekar en að vera ánægð með allt sem við þó gerðum! 16. júlí 2021 07:01 Í rekstur „með mömmu sem er alltaf til í allt“ „Aldursmunur dætranna hefur gert það að verkum að þær hafa ekki gert allt of mikið saman um ævina og þegar þessi hugmynd kom upp í huga okkar ákváðum við að með þessu væri hægt að eiga sameiginlegt markmið til að stefna að með mömmu sem er alltaf til í allt,“ segir Vilborg Norðdahl sem skömmu fyrir síðustu jól hóf rekstur með tveimur dætrum sínum undir nafninu Verzlanahöllin að Laugavegi 26. 19. mars 2021 07:00 19 ára með sitt eigið umhverfisvæna framleiðslufyrirtæki Hulda Fanný Pálsdóttir er 19 ára gömul og búsett í Garðabæ. Þrátt fyrir ungan aldur, er hún búin að stofna fyrirtæki sem heitir AKA og selur töskur sem hún hannar og framleiðir sjálf. Það sem gerir AKA töskurnar sérstakar er að þær eru unnar úr sætisbeltum og leðursætum úr bílum. 25. maí 2021 07:00 Leið til að hætta ekki við góðar hugmyndir Langar þig að stofna þinn eiginn rekstur? Eða ertu með einhverja góða hugmynd fyrir vinnuna, sem þú þorir ekki að velta í framkvæmd? Hér rýnum við í það hvað getur verið að aftra fólki frá því að fylgja hugmyndum eftir. 6. febrúar 2020 12:00 Góð ráð til að sporna við „ofhugsunum“ Að ofhugsa eða verja óendanlegum tíma í að greina hluti og kryfja þá er vandamál sem margir kannast við. Heilu dagarnir geta farið í þessar hugsanir, sem þó leiða oft ekki til neinna lausna. 31. mars 2021 07:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Peningaboxið opnað No More Boxes er aðferðarfræði og lífstíll sem fólk nýtir sér til að festast ekki í þegar mótuðum viðhorfs- og hegðunarmynstrum, en að sögn Rúnu stýrist um 95% af hegðun fólks, viðhorfi og viðbrögðum af því sem við erum fyrirfram búin að gefa okkur. Þjálfunin gengur út á að hjálpa fólki til að nýta betur þau tækifæri sem það hefur. Hvort sem það er í starfsframa, í einkalífi eða í fjármálum. Það er gert með því að þjálfa fólk í að brjóta sig út úr þeim fyrirfram mótuðu „boxum“ sem flestir hafa fest sig í, oft án þess að gera sér grein fyrir því. Facebook leikurinn Game of Boxes er sá hluti sem snýr að fjármálum. „Leikurinn gengur út á að breyta viðhorfi okkar til peninga og fjármagns. Við köllum það að opna á peningaboxið okkar,“ segir Rúna og bætir við: „Þú sérð, líkaminn okkar gerir engan greinamun á því hvort að hluturinn sem við erum að upplifa er að gerast núna eða hvort þetta eru tilfinningar sem fylgja í raun einhverjum minningum.“ Í þær þrjár vikur sem fólk tekur þátt í leiknum, fær það ímyndaða peningagjöf á hverjum degi. Fyrst tíu dollara, síðan tvöfalt þá upphæð, síðan þrefalda og svo framvegis. Dagleg þátttaka snýst síðan um að fólk þarf að skrá færslu um það hvernig það eyddi peningnum þann daginn. Dæmi: „Ég keypti mér góðan kaffibolla á Te & Kaffi og fékk með súkkulaðimola.” Næsta dag hefur upphæðin tvöfaldast og þú færð ímyndaða tuttugu dollara senda til þín og þannig gengur þetta fyrir sig í þrjár vikur. Sem þýðir að í lok leiksins þarftu að deila því með hópnum hvernig þú ætlar að ráðstafa 10,4 milljónum dollara eða sem samsvarar um 1,3 milljarði íslenskra króna. Rúna segir að fljótlega í leiknum fari fólk að átta sig á ákveðnu mynstri hjá sér þegar kemur að peningum. Þessu fylgi oft ýmsar frásagnir sem fólk upplýsir um. Til dæmis að það segi frá því að þegar það ólst upp hafi aldrei verið til nægur peningur. Þetta hafi síðan haft mikil áhrif á samband fólks við peninga síðar meir um ævina.“ Í lok leiksins upplifa flestir leikmenn gjörbreytt samband við peninga. „Margir tala um að hugarfarið sitt hafa breyst algerlega. Peningur er ekki áhyggjuefni lengur. Margir segjast sofa betur því að áhyggjurnar fóru út um gluggann,“ segir Rúna. Rúna hvetur fólk og fyrirtæki til að hugsa út fyrir boxið og prófa áfram hugmyndir sem það fær, stórar sem smáar.Vísir/Vilhelm Tækifæri oft svo einföld Að No More Boxes standa Rúna Magnúsdóttir leiðtogamarkþjálfari og fyrirlesari, búsett á Íslandi. Nicholas Haines, nálastungulæknir og sérfræðingur í kínverskum orkufræðum forstjóri Five Institute í Bretlandi, Dr. David Paul sem er ástralskur sérfræðingur í breytingastjórnun fyrir stærri samfélög. Tekjumódel No More Boxes er sambærilegt og víðast hvar þekkist, fólk greiðir fyrir þjálfun eða þátttöku á námskeiðum. Það sama gildir um Game of Boxes-leikinn á Facebook. Fyrir hann er greitt eins og námskeið og tekur fólk síðan þátt á lokuðum Facebook-síðum. Leikurinn hefur hingað til farið fram á ensku. Rúna segir leikinn gott dæmi um hvernig nýjar hugmyndir og leiðir geta opnað ný tækifæri án þess að vera flókin eða kostnaðarsöm. Það hafi til dæmis aðeins tekið um sex vikur að fara af stað með fyrsta leikinn af stað. Og þó voru þátttakendur þá strax um 100 talsins og víðs vegar að úr heiminum. Enn er ekki fyrirséð hvernig málin munu þróast. Rúna nefnir dæmi: Kona sem spilaði leikinn með okkur í vor er markþjálfi í Ísrael. Hún segir leikinn hafa breytt mjög miklu fyrir sig og óskaði eftir leyfi til að stýra leiknum með hópi af fólki frá Ísrael. Það skýrir það út að frá byrjun september hafa um 160 manns verið að spila leikinn okkar saman. Á hebresku!“ Rúna hvetur fólk og fyrirtæki til að hugsa út fyrir boxið, leyfa sér að nota leik til að þjappa hópinn saman, byggja upp vinnustaðamenninguna, prófa áfram hugmyndir sem það fær, stórar sem smáar. Hún nefnir leikinn sem dæmi og segir: „Að hugmynd í COVID göngutúr í Elliðárdalum geti ári síðar umbreytt lífi hundruði manna og kvenna víða um heim er til dæmis meira en ég hefði nokkurn tímann getað ímyndað mér.“
Nýsköpun Heilsa Góðu ráðin Tengdar fréttir Að hvetja okkur til dáða í vinnu: Segðu hlutina upphátt! Það er með ólíkindum hvernig okkur tekst að rífa okkur niður í huganum. Eða gera lítið úr okkur. Ef okkur gengur til dæmis mjög vel í vinnunni og náðum að afkasta miklu, erum við samt meira með hugann við verkefnin sem við náðum EKKI að klára frekar en að vera ánægð með allt sem við þó gerðum! 16. júlí 2021 07:01 Í rekstur „með mömmu sem er alltaf til í allt“ „Aldursmunur dætranna hefur gert það að verkum að þær hafa ekki gert allt of mikið saman um ævina og þegar þessi hugmynd kom upp í huga okkar ákváðum við að með þessu væri hægt að eiga sameiginlegt markmið til að stefna að með mömmu sem er alltaf til í allt,“ segir Vilborg Norðdahl sem skömmu fyrir síðustu jól hóf rekstur með tveimur dætrum sínum undir nafninu Verzlanahöllin að Laugavegi 26. 19. mars 2021 07:00 19 ára með sitt eigið umhverfisvæna framleiðslufyrirtæki Hulda Fanný Pálsdóttir er 19 ára gömul og búsett í Garðabæ. Þrátt fyrir ungan aldur, er hún búin að stofna fyrirtæki sem heitir AKA og selur töskur sem hún hannar og framleiðir sjálf. Það sem gerir AKA töskurnar sérstakar er að þær eru unnar úr sætisbeltum og leðursætum úr bílum. 25. maí 2021 07:00 Leið til að hætta ekki við góðar hugmyndir Langar þig að stofna þinn eiginn rekstur? Eða ertu með einhverja góða hugmynd fyrir vinnuna, sem þú þorir ekki að velta í framkvæmd? Hér rýnum við í það hvað getur verið að aftra fólki frá því að fylgja hugmyndum eftir. 6. febrúar 2020 12:00 Góð ráð til að sporna við „ofhugsunum“ Að ofhugsa eða verja óendanlegum tíma í að greina hluti og kryfja þá er vandamál sem margir kannast við. Heilu dagarnir geta farið í þessar hugsanir, sem þó leiða oft ekki til neinna lausna. 31. mars 2021 07:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Að hvetja okkur til dáða í vinnu: Segðu hlutina upphátt! Það er með ólíkindum hvernig okkur tekst að rífa okkur niður í huganum. Eða gera lítið úr okkur. Ef okkur gengur til dæmis mjög vel í vinnunni og náðum að afkasta miklu, erum við samt meira með hugann við verkefnin sem við náðum EKKI að klára frekar en að vera ánægð með allt sem við þó gerðum! 16. júlí 2021 07:01
Í rekstur „með mömmu sem er alltaf til í allt“ „Aldursmunur dætranna hefur gert það að verkum að þær hafa ekki gert allt of mikið saman um ævina og þegar þessi hugmynd kom upp í huga okkar ákváðum við að með þessu væri hægt að eiga sameiginlegt markmið til að stefna að með mömmu sem er alltaf til í allt,“ segir Vilborg Norðdahl sem skömmu fyrir síðustu jól hóf rekstur með tveimur dætrum sínum undir nafninu Verzlanahöllin að Laugavegi 26. 19. mars 2021 07:00
19 ára með sitt eigið umhverfisvæna framleiðslufyrirtæki Hulda Fanný Pálsdóttir er 19 ára gömul og búsett í Garðabæ. Þrátt fyrir ungan aldur, er hún búin að stofna fyrirtæki sem heitir AKA og selur töskur sem hún hannar og framleiðir sjálf. Það sem gerir AKA töskurnar sérstakar er að þær eru unnar úr sætisbeltum og leðursætum úr bílum. 25. maí 2021 07:00
Leið til að hætta ekki við góðar hugmyndir Langar þig að stofna þinn eiginn rekstur? Eða ertu með einhverja góða hugmynd fyrir vinnuna, sem þú þorir ekki að velta í framkvæmd? Hér rýnum við í það hvað getur verið að aftra fólki frá því að fylgja hugmyndum eftir. 6. febrúar 2020 12:00
Góð ráð til að sporna við „ofhugsunum“ Að ofhugsa eða verja óendanlegum tíma í að greina hluti og kryfja þá er vandamál sem margir kannast við. Heilu dagarnir geta farið í þessar hugsanir, sem þó leiða oft ekki til neinna lausna. 31. mars 2021 07:00