Erfiðir skandalar áttu pólitíska sviðið í ár Eftir tvö ár af algerri pólitískri lægð þar sem helsta þrætueplið snerist um hvort tíu, tuttugu eða fimmtíu manns mættu hittast í einu tók Alþingi aftur til eðlilegra starfa og gat einbeitt sér af stóru málunum í samfélaginu. 20.12.2022 07:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Heimilislaus maður segir að jólin hafi komið snemma um helgina í neyðarskýlinu á Granda. Eftir að notendur þess sendu út neyðarkall hafi samfélagið tekið sig til og gefið mönnunum rúmar hundrað þúsund krónur, eitthvað sem þeir hafa ekki upplifað oft áður. 18.12.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Óveðrið lagðist misjafnlega í fólk í morgun. Sumir festust í sex tíma í bílum sínum en aðrir skelltu sér út að hlaupa í snjónum. Og íbúar á Selfossi tóku höndum saman, sumir fóru um á gröfum sínum til að moka bíla lausa úr stæðum en aðrir urðu að nota gömlu góðu skófluna. 17.12.2022 18:03
Gríðarleg lækkun á tollum skili sér ekki til neytenda Tollar á frönskum kartöflum hafa verið lækkaðir um þrjátíu prósentustig en eru enn hæstu tollar sem finnast á Íslandi. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir tollalækkunina ekki skila sér til neytenda í lægra verði heldur auknu framboði. 17.12.2022 13:03
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að ná samningum við sérgreinalækna sem fyrst en sumir þeirra hafa hækkað verðskrár sínar vegna skorts á samningum við Sjúkratryggingar Íslands. Það sé vont að vita til þess að allt að tvö hundruð þúsund krónur eigi að rukka fyrir aðgerðir sem áður kostuðu mun minna. 30.11.2022 18:28
Rýma hús vegna gróðurelda í Noregi Íbúum minnst þrjátíu húsa í Åfjord í Þrændalögum í Noregi hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín vegna gróðurelda á svæðinu sem kviknuðu í gær. Eldarnir hafa breitt úr sér en slökkvilið á svæðinu telur sig hafa náð þokkalegum tökum á þeim. Fleiri gróðureldar brutust út í Noregi í dag. 26.11.2022 23:56
Kona fannst látin og tíu enn saknað Yfirvöld á Ítalíu hafa staðfest að kona hafi fundist látin eftir stóra aurskriðu sem féll yfir hluta bæjarins Casamicciola á eyjunni Ischia í morgun. Tíu er enn saknað. 26.11.2022 22:47
„Vonandi verður þetta betra í kvöld“ Skemmtistaðaeigandi í miðbæ Reykjavíkur vonar að meiri aðsókn verði í bæinn í kvöld en í gær. Hann telur of mikið hafa verið gert úr sögusögnum af mögulegum hnífstunguárásum þar um helgina í fjölmiðlum og skilur vel að fólk sé smeykt. Lögregla er aftur með mjög aukinn viðbúnað í bænum í kvöld. 26.11.2022 21:36
Mikil hálka á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að fara sérstaklega varlega í umferðinni í kvöld vegna mikillar hálku á höfuðborgarsvæðinu. Bíll fór út af Hellisheiðinni síðdegis í dag. 26.11.2022 20:40
Á ferð með mömmu vinnur aðalverðlaun á Pöff Íslenska kvikmyndin Á ferð með mömmu hlaut í kvöld aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar Tallinn Black Nights Film Festival, eða Pöff, í Eistlandi. Kvikmyndahátíðin er ein sú stærsta í Austur-Evrópu. 26.11.2022 20:18