Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö. Vísir/Vilhelm

Óveðrið lagðist misjafnlega í fólk í morgun. Sumir festust í sex tíma í bílum sínum en aðrir skelltu sér út að hlaupa í snjónum. Og íbúar á Selfossi tóku höndum saman, sumir fóru um á gröfum sínum til að moka bíla lausa úr stæðum en aðrir urðu að nota gömlu góðu skófluna.

Fyrrverandi upplýsingafulltrúi Strætó gefur nú út bók sem hann skrifaði fyrir tuttugu og fjórum árum - þegar hann var tíu ára. Sagan lá í rykföllnum pappakassa allt þar til nú og er fyrsta bók höfundsins.

Það hljóp heldur betur á snærið hjá þrettán ára strák þegar honum var boðið að fljúga Boing 737 - Max flugvél frá Icelandair í fullkomnasta flughermi heims. Flugstjóri hjá Icelandair er viss um að strákurinn eigi eftir að vera fantagóður flugmaður í framtíðinni. Við kíktum með stráknum í flugherminn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×