Fengu óljósar ábendingar um hefndaraðgerðir Lögreglu bárust óljósar ábendingar úr ýmsum áttum um helgina um mögulegar hefndaraðgerðir vegna stunguárásarinnar í Skúlagötu á Menningarnótt þar sem 17 ára stúlka lét lífið. Áttu hefndaraðgerðirnar að fara fram í Mosfellsbæ þar sem bæjarhátíðin Í túninu heima er haldin. 1.9.2024 18:48
Sautján tíma ferðalag með krefjandi Steinda framundan „Þetta er stundum eins og að ferðast með þriðja barninu sínu,“ segir skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal um sautján tíma ferðalag til Nýja Sjálands sem framundan er hjá honum og Steinda Jr. Saman eru þeir lið í nýrri Draumsseríu sem væntanleg er á Stöð 2 í febrúar. 1.9.2024 17:02
Fréttamaðurinn hafi vart getað varist hlátri Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis fer um víðan völl í viðtali á Sprengisandi í dag. Hann ræðir grundvallarréttindi borgaranna og spyr hvort viðhorf stjórnvalda hafi breyst eftir tíma heimsfaraldurs og eldsumbrota. Fréttamaður Ríkisútvarpsins hafi vart getað varist hlátri fyrir tveimur árum við lestur fréttar um að umboðsmaður hefði sett spurningarmerki við samkomutakmarkanir. 1.9.2024 16:16
Taka höndum saman gegn hnífaburði: „Þú ert aumingi“ Skýr skilaboð berast frá samfélagsmiðlastjörnum þessa dagana vegna fréttaflutnings og umræðu um aukinn hnífaburð ungmenna og þess skaða sem hann veldur: þeir sem bera hnífa úti á lífinu eru aumingjar og eiga sér engar málsbætur. 1.9.2024 13:18
„Við eigum að tala um sjálfsvíg“ Sjálsvígsforvarnarverkefnið Gulur september hefst í dag með metnaðarfullri dagskrá. Verkefnastjóri segir miklu máli skipta að skilaboðin um sjálfsvíg og geðrækt séu á jákvæðum nótum. 1.9.2024 11:51
Störf umboðsmanns, Sjálfstæðisflokkur og menntakerfið Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. 1.9.2024 09:56
Veðurstofan varar vegfarendur við vatnsflaumi Veðurfræðingur Veðurstofunnar varar við talsverðri eða mikilli rigningu í dag og á morgun um sunnan- og vestanvert landið. Gera megi gera ráð fyrir talsverðum vatnsflaum á köflum, og að vöð á sunnanverðu hálendinu verði torfær. 31.8.2024 16:58
Erpur genginn út Erpur Eyvindarson, einn ástsælasti rappari þjóðarinnar, er kominn á fast. 31.8.2024 16:09
Sósíalistar næðu manni inn Sósíalistaflokkurinn mælist með tæplega sex prósent fylgi í þjóðarpúsli Gallúp, nóg til að ná manni inn á þing. Lítill munur er á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. 31.8.2024 15:41
Guðlaugur Þór miður sín vegna hraðaksturs „Það liggur bara fyrir að þarna var farið óvarlega, það er ekki gott og mér þykir það miður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson spurður út í hraðakstur ráðherrabíls hans í vikunni. 31.8.2024 15:35