Félagsmálayfirvöld í Svíþjóð hafa tekið ungabarn af íslenskri konu Félagsmálayfirvöld í Svíþjóð hafa tekið ungabarn af íslenskri konu. Landsréttur dæmi hana í 15 mánaða fangelsi í fyrra fyrir ofbeldi gegn fimm börnum sínum á Íslandi. Sænsk félagsmálayfirvöld fengu þýddan dóm yfir konunni sendan. 12.10.2019 18:30
Leggur áherslu á NPA-þjónustu fyrir börn Félagsmálaráðherra segist hafa lagt ríka áherslu á það að notendastýrð persónuleg aðstoð eða NPA-þjónusta við börn sé aukin. Gagnrýni Sambands íslenskra sveitarfélaga um trúnaðarbrest vegna þjónustunnar sé byggð á misskilningi. 12.10.2019 12:00
Stofnar starfshóp til að skoða hvernig bregðast eigi við rafrettunotkun ungmenna Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að stofna starfshóp sem mun skoða hvernig best sé að bregðast við rafrettunotkun barna og ungmenna. Þá skoðar hún hvort bregðast þurfi við athugasemdum Neytendastofu um að stofnunin hafi ekki mannafla til að sinna því eftirlitshlutverki sem lögin gera ráð fyrir. 12.10.2019 12:00
Safnar fyrir flugmiða heim með betli eftir svikin loforð um vinnu Georg Vasilica er 65 ára gamall og er hálfur Rúmeni og hálfur Grikki. Hann segist hafa komið til landsins í upphafi sumars þar sem honum hafði verið lofuð vinna. 11.10.2019 21:45
Hafa áður lýst yfir áhyggjum af manninum sem nú er í varðhaldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi, grunaður um tilraun til manndráps á unnustu sinni, er einn þeirra sem fangelsisyfirvöld hafa lýst yfir miklum áhyggjum af vegna úrræðaleysis þegar þeir losna úr fangelsi. 9.10.2019 20:33
Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. 8.10.2019 18:30
Grunur um að Íslendingar kaupi barnaníð sem streymt er beint á netinu Fimm danskir karlmenn voru dæmdir fyrir að panta og kaupa kynferðisbrot gegn barni í gegnum netið á síðasta ári. Lögregla hér á landi hefur fengið ábendingar um að Íslendingar tengist slíkri brotastarfsemi og er málið í rannsókn. 8.10.2019 18:30
Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökva Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökvum frá því að lög um rafrettur tóku gildi fyrr á árinu. Talið er að enn sé mikið af vökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir. 7.10.2019 19:00
120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Öryrki og móðir fatlaðs barns hefur glímt við svo mikla fátækt að hún neyddist til að borða popp í heila viku. Neyðin virðist mikil en rúmlega 120 manns hafa sótt um styrk í sérstakan sárafátækarstjóð Rauða krossins síðan sjóðurinn var stofnaður í mars. 4.10.2019 19:15
Óbreytt áform um jómfrúarflug í október Enn stendur til að fyrsta flugferð endurreists WOW air verði í október. 4.10.2019 13:00