Foreldrar verði að ganga fram með góðu fordæmi: "Ég mun aldrei veipa eða reykja“ Neysla orkjudrykkja með koffíni hefur aukist úr 22 prósentum í 55 prósent á síðustu tveimur árum. Þá fær yfir helmingur tíundubekkinga ekki nægan svefn samkvæmt nýrri rannsókn. Sérstökum sjónum verður beint að rafrettunotkun og svefnvenjum á forvarnadeginum í ár. 30.9.2019 19:30
Vill takmarka bragðefni og umbúðir sem höfða til barna Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. 30.9.2019 19:00
Safna varnarliðsmunum fyrir nýtt safn Byggðasafn Reykjanesbæjar safnar nú varnarliðsmunum en til stendur til að opna stærðarinnar sýningu um sögu varnarliðsins á næstu árum. Nú þegar hafa merkir munir safnast og eru þeir varðveittir í stóru geymsluhúsnæði safnsins. 26.9.2019 21:00
Íslendingar leita reglulega á bráðamóttöku vegna avókadóslysa Yfirlæknir segir að best sé að fara gætilega þegar skera á ávöxtinn. 26.9.2019 20:30
Hafa leitað til sérfræðinga vegna eineltismála hjá embætti ríkislögreglustjóra Dómsmálaráðuneytið hefur leitað til utanaðkomandi sérfræðinga vegna eineltismála hjá embætti ríkislögreglustjóra og hafa ráðgjafar meðal annars rætt við sérsveitarmenn. Dómsmálaráðherra segist líta eineltismál alvarlegum augum. 25.9.2019 19:00
Vill vita af hverju ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna bréfasendinga til fjölmiðlamanna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 25.9.2019 17:26
Lítur eineltismál hjá embætti ríkislögreglustjóra alvarlegum augum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, ræddi hugmyndir sínar um skipulagsbreytingar löggæslu í landinu á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun. 25.9.2019 10:36
Ræða við alla skólastjóra borgarinnar um hvort herða þurfi aðgengi að skólum Skóla- og frístundasvið ætlar að ræða við alla skólastjóra í grunnskólum borgarinnar og skoða hvort að herða þurfi aðgangsstýringu í skólunum. Karlmaður náði að lauma sér inn í Austurbæjarskóla í byrjun mánaðar þar sem hann braut kynferðislega á níu ára stúlku. 24.9.2019 20:45
Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24.9.2019 13:45
Átta manns sitja í varðhaldi á Suðurnesjum vegna kókaínsmygls Tveir erlendir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa reynt að smygla fimm og hálfu kílói af kókaíni til landsins fyrr í mánuðinum og hleypur götuvirði efnisins á tugum milljóna. 23.9.2019 19:15