fréttamaður

Nadine Guðrún Yaghi

Nadine starfaði á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á árunum 2014-2021 og sá um fréttaskýringaþáttinn Kompás.

Nýjustu greinar eftir höfund

Meintum leka Seðlabankans til RÚV vísað til lögreglu

Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitar hjá Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðuneytisins til lögreglunnar. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina 27. mars 2012. Frétta- og myndatökumenn RÚV voru mættir við skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst.

Segir geðheilbrigðismál fólks með þroskahömlun í ólestri

Geðheilbrigðismál fólks með þroskahömlun og einhverfu eru í ólestri að sögn formanns Þroskahjálpar. Dæmi séu um að fólki sé vísað frá geðdeild þar sem ekki sé hægt að sinna þeim. Þá sárvanti fíknimeðferð fyrir hópinn.

Lögreglumaður ákærður fyrir að reyna hindra framgang máls sonar hans

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni fyrir að hafa reynt að hindra framgang máls þar sem sonur hans var kærður fyrir of hraðan akstur. Þá er hann einnig ákærður fyrir ólöglegar uppflettingar í LÖKE, upplýsingakerfi lögreglunnar. Ellefu lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi á fjórum árum.

Afi sýknaður af ákæru um ítrekuð kynferðisbrot

Landsréttur hefur staðfest sýknudóm yfir karlmanni sem ákærður var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barnabarni sínu. Framburður stúlkunnar er þó talinn trúverðugri en framburður afans en dómurinn sýknar hann vegna skorts á sönnunargögnum.

Sjá meira