Kórónuveirusmit á sængurlegudeild Kórónuveirusmit kom upp á sængurlegudeild Landspítalans í gærkvöldi. Nýbakaður faðir, sem reyndist smitaður, hafði verið á spítalanum með móður og barni í fimm daga - meðal annars verið á vökudeild. Yfirljósmóðir segir að reglur hafi nú verið hertar. 29.3.2020 12:00
Átta á gjörgæslu og fjórar nýjar innlagnir Átta eru nú á gjörgæslu vegna kórónuveirunnar og voru fjórir lagðir inn á Landspítalann í gær. Yfir sextíu börn eru smituð af veirunni. 29.3.2020 11:58
Minnir landsmenn á að sjá hið jákvæða í hversdagsleikanum: „Ef við stöndum saman getum við gert allt“ Ellefu ára strákur minnir fólk á að sjá jákvæða hluti í hversdagsleikanum á þessum erfiðu tímum. Hann tók myndir af Lóunni, sem nú er komin, og vonar að fólk geti gleymt vandamálunum í smá stund með því að horfa á myndir af þessum fallega fugli sem er kominn að kveða burt snjóinn - og kannski leiðindin líka. 28.3.2020 21:08
Fólkið gæti verið í öndunarvél í allt að þrjár vikur Tveir COVID-19 sjúklingar voru lagðir inn á lungna- og smitsjúkdómadeildir Landspítalans í gær og liggja nú 18 manns inni. 28.3.2020 11:57
Rúmlega 100 manns með COVID-19 með meðalslæm eða versnandi einkenni í dag Rúmlega 100 manns með COVID19 sjúkdóminn voru með meðalslæm eða versnandi einkenni í dag. Yfir 600 manns voru einkennalitlir. Sex eru á gjörgæslu og í öndunarvél og eru fjölskyldutengsl á meðal sumra. 27.3.2020 19:00
Fleiri starfsmenn á Landakoti reyndust smitaðir Alls hafa fjórir starfsmenn á öldrunarspítalanum Landakoti greinst með Covid-19 sjúkdóminn. Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirmaður smitsjúkdómadeildar Landspítalans í samtali við Vísi. 27.3.2020 14:55
Flestir sem liggja á Landspítala vegna Covid-19 með undirliggjandi sjúkdóm, offitu eða eru reykingafólk Flestir af þeim sautján sem liggja inni á Landspítalanum vegna covid 19 eru með undirliggjandi sjúkdóm, offitu eða er reykingafólk. 26.3.2020 18:39
Þrjú í öndunarvél vegna veirunnar Þrír eru nú í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítals vegna vegna Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Um er að ræða tvo karla og eina konu á sjötugsaldri. 26.3.2020 11:02
Fann fyrir smitskömm eftir að hafa farið sýkt út á meðal fólks Ólympíufarinn Þórey Edda Elísdóttir sem er með COVID-19 segist finna fyrir smitskömm eftir að hafa farið sýkt út á meðal fólks án þess að vita að hún væri smituð. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að ekki standi til að setja á samgöngubann. 24.3.2020 20:42
Segja lækkun fasteignagjalda geta hleypt súrefni í atvinnulífið Formaður Samtaka verslunar og þjónustu segir sveitarfélög geta veitt súrefni í atvinnulífið með lækkun fasteignagjalda. 24.3.2020 19:45