Kórónuveirusmit á sængurlegudeild Nadine Guðrún Yaghi og Andri Eysteinsson skrifa 29. mars 2020 12:00 Faðirinn hafði verið á sængurlegudeild og vökudeild Landspítalans. vísir/vilhelm Kórónuveirusmit kom upp á sængurlegudeild Landspítalans í gærkvöldi. Nýbakaður faðir, sem reyndist smitaður, hafði verið á spítalanum með móður og barni í fimm daga - meðal annars verið á vökudeild. Yfirljósmóðir segir að reglur hafi nú verið hertar. Barn fólksins fæddist síðasta þriðjudag. Fjölskyldan var send á sængurlegudeildina en þar dvelja börn og foreldrar sem geta ekki farið strax heim eftir fæðingu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði fólkið verið nokkuð mikið á vökudeild síðustu daga. Í gærmorgun fékk maðurinn einkenni COVID-19 sjúkdómsins og var prófaður fyrir veirunni. Í gærkvöldi var smit svo staðfest. Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir, staðfestir að smit hafi komið upp á sængurkvennadeildinni. „Þegar grunur kemur upp um smit og við getum staðfest smit erum við í samstarfi við farsóttarnefnd Landspítala og það er farið í að rekja ferðir þeirra. Það eru allir skoðaðir sem viðkomandi hefur hitt og sett í sóttkví sá hópur sem viðkomandi hefur verið í námunda við,“ segir Ingibjörg. „Þetta getur verið alveg töluvert stór hópur. Starfsemin er mjög viðkvæm, hún er mjög sérhæfð eins og öll önnur starfsemi á spítalanum og við getum auðveldlega misst niður alla starfsemi ef að smit breiðist víða út“ Ingibjörg segir að þetta sé mikið áhyggjuefni. „Þetta er langur tími og við þurfum nú að fara vel yfir hverjir hafa verið að hitta viðkomandi. Auðvitað er þetta virkilega mikið áhyggjuefni en við verðum bara að taka einn dag í einu.“ Sem fyrr segir hafði maðurinn verið á spítalanum í fimm daga. Ingibjörg segir að nú þegar hafi verið búið að gera miklar ráðstafanir. Nú hafi reglur verið hertar. „Ég get staðfest að sú erfiða ákvörðun var tekin af stjórnendum fæðingarþjónustunnar að makar geta ekki móður og nýbura á meðgöngu- og sængurlegudeildina eftir fæðingu. Þetta er ekki auðveld ákvörðun en hún er talin nauðsynleg til að sporna við útbreiðslu af COVID-19,“ segir Ingibjörg. Reglurnar séu í stöðugri endurskoðun. „Eftir því sem á gengur faraldurinn verðum við að endurskoða hvernig staðan er hjá okkur með tilliti til þess að vernda þennan viðkvæma hóp sem er móðir og barn. Makar fá að vera til staðar við fæðingu eins og staðan er í dag, ef þeir eru ekki með smit eða grun um smit en það er endurmetið dag frá degi. Það gæti breyst, þess vegna á morgun,“ sagði Ingibjörg Hreiðarsdóttir yfirljósmóðir í hádegisfréttum Bylgjunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Kórónuveirusmit kom upp á sængurlegudeild Landspítalans í gærkvöldi. Nýbakaður faðir, sem reyndist smitaður, hafði verið á spítalanum með móður og barni í fimm daga - meðal annars verið á vökudeild. Yfirljósmóðir segir að reglur hafi nú verið hertar. Barn fólksins fæddist síðasta þriðjudag. Fjölskyldan var send á sængurlegudeildina en þar dvelja börn og foreldrar sem geta ekki farið strax heim eftir fæðingu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði fólkið verið nokkuð mikið á vökudeild síðustu daga. Í gærmorgun fékk maðurinn einkenni COVID-19 sjúkdómsins og var prófaður fyrir veirunni. Í gærkvöldi var smit svo staðfest. Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir, staðfestir að smit hafi komið upp á sængurkvennadeildinni. „Þegar grunur kemur upp um smit og við getum staðfest smit erum við í samstarfi við farsóttarnefnd Landspítala og það er farið í að rekja ferðir þeirra. Það eru allir skoðaðir sem viðkomandi hefur hitt og sett í sóttkví sá hópur sem viðkomandi hefur verið í námunda við,“ segir Ingibjörg. „Þetta getur verið alveg töluvert stór hópur. Starfsemin er mjög viðkvæm, hún er mjög sérhæfð eins og öll önnur starfsemi á spítalanum og við getum auðveldlega misst niður alla starfsemi ef að smit breiðist víða út“ Ingibjörg segir að þetta sé mikið áhyggjuefni. „Þetta er langur tími og við þurfum nú að fara vel yfir hverjir hafa verið að hitta viðkomandi. Auðvitað er þetta virkilega mikið áhyggjuefni en við verðum bara að taka einn dag í einu.“ Sem fyrr segir hafði maðurinn verið á spítalanum í fimm daga. Ingibjörg segir að nú þegar hafi verið búið að gera miklar ráðstafanir. Nú hafi reglur verið hertar. „Ég get staðfest að sú erfiða ákvörðun var tekin af stjórnendum fæðingarþjónustunnar að makar geta ekki móður og nýbura á meðgöngu- og sængurlegudeildina eftir fæðingu. Þetta er ekki auðveld ákvörðun en hún er talin nauðsynleg til að sporna við útbreiðslu af COVID-19,“ segir Ingibjörg. Reglurnar séu í stöðugri endurskoðun. „Eftir því sem á gengur faraldurinn verðum við að endurskoða hvernig staðan er hjá okkur með tilliti til þess að vernda þennan viðkvæma hóp sem er móðir og barn. Makar fá að vera til staðar við fæðingu eins og staðan er í dag, ef þeir eru ekki með smit eða grun um smit en það er endurmetið dag frá degi. Það gæti breyst, þess vegna á morgun,“ sagði Ingibjörg Hreiðarsdóttir yfirljósmóðir í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira