Nærri allar björgunarsveitir höfuðborgarsvæðisins leita Söndru Lífar Nánast allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út í leit að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long, 27 ára gamalli konu. Ekki er vitað um ferðir hennar síðan á skírdag og er fjölskylda hennar mjög áhyggjufull. Þau segja mjög ólíkt henni að láta ekki vita af sér. 11.4.2020 12:00
Fleiri gerendur heimilisofbeldis leita sér aðstoðar: Hræddir við að misstíga sig Fleiri ný mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar, meðferðarúrræðis fyrir gerendur heimilisofbeldis. Þá leitar fólk, sem áður hefur verið í meðferð, sér aðstoðar í auknum mæli – hrætt við að misstíga sig. 8.4.2020 19:00
Ber við minnisleysi Héraðsdómur Reykjaness framlengdi nú fyrir skömmu gæsluvarðhald yfir karlmanni á sextugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana til 15. apríl. 8.4.2020 15:12
Banaslys í miðbæ Reykjavíkur Banaslys varð í miðbæ Reykjavíkur snemma í gærmorgun er ungur maður, fæddur árið 1992, féll niður til jarðar af þriðju hæð í fjölbýlishúsi. 8.4.2020 09:55
Nokkrar konur sem beittar eru heimilisofbeldi telja sig fastar á heimilinu með börnin Nokkur dæmi eru um að konur, sem orðið hafa fyrir heimilisofbeldi og leitað til Bjarkarhlíðar, telji sig fastar á heimilinu ásamt börnum sínum vegna covid-faraldursins. Þeim þyki ekki eiga við sig að fara í Kvennaathvarfið. 7.4.2020 19:00
Grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana Karlmaður um þrítugt var í gærkvöldi útskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa orðið móður sinni að bana. Banameinið er talið vera hnífstunga. 7.4.2020 10:11
Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6.4.2020 19:35
Handtekinn fjórum dögum eftir að hann tilkynnti andlát konu sinnar Sambýlismaður konu sem lést í Sandgerði þann 28. mars síðastliðinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. apríl. Hann var ekki handtekinn fyrr en fjórum dögum eftir að konan lést. 6.4.2020 11:48
Fjölskyldumeðlimir í haldi eftir andlát konu Tveir karlmenn voru handteknir í nótt eftir að kona um sextugt fannst látin í heimahúsi í Hafnarfirði. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist fólkið fjölskylduböndum. 6.4.2020 11:36
Fimm barnshafandi konur með Covid-19: Aðrar barnshafandi konur kvíðnar fyrir komandi tímum Fimm barnshafandi konur eru með Covid-19 sjúkdóminn. Yfirljósmóðir ráðleggur þunguðum konum og fjölskyldum þeirra að fara í sjálfskipaða sóttkví. Að minnsta kosti fjórir starfsmenn á kvennadeildum spítalans hafa verið settir í sóttkví eftir að smit kom upp í gær hjá nýbökuðum föður sem hafði dvalið á spítalanum í nokkra daga. 29.3.2020 19:21