Verður Rangárvallasýsla eitt og sama sveitarfélagið? Svo gæti farið að sveitarfélögin þrjú í Rangárvallasýslu, þar að segja, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra og Ásahreppur sameinist í eitt sveitarfélag en sveitarstjórnirnar hafa fundað um sameiningu sveitarfélaganna. Yrði það raunin verður til um fjögur þúsund og fimm hundruð manna sveitarfélaga og þriðja landstærsta sveitarfélag landsins. 30.3.2024 13:31
Góður smalahundur er toppurinn á tilverunni Það er fátt sem toppar það að eiga góðan smalahund segja þeir sauðfjárbændur, sem fóru með hundana sína á smalahundanámskeið hjá norskum smalahundaþjálfara á Hellu. 29.3.2024 20:31
Vill meiri og betri löggæslu í Mýrdalshreppi Sveitarstjóri Mýrdalshrepps gagnrýnir stöðu löggæslumála í sveitarfélaginu, sem hann segir allt of litla á sama tíma og þúsundir ferðamanna heimsækja þorpið í Vík á hverjum degi og þekkta ferðamannastaði í sveitarfélaginu eins og Reynisfjöru. 29.3.2024 13:30
Hjólhýsabyggðin á Laugarvatni og Húsið á Eyrarbakka Ljósmyndasýning með broti af því besta frá hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni hefur verið opnuð í Húsinu á Eyrarbakka en svæðið var starfrækt í 45 ár, eða þar til því var lokað af öryggisástæðum. 28.3.2024 20:30
Ný og glæsileg skólaþyrping byggð á Hellu Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Hellu því þar er verið að byggja við grunnskóla staðarins og þá er ætlunin að byggja líka nýjan leikskóla. Íbúum á staðnum og í sveitarfélaginu öllu, Rangárþingi ytra er líka og fjölga og fjölga og nálgast nú óðfluga að verða tvö þúsund. 28.3.2024 13:30
Innflutningur er ekki bændum um að kenna Mikill innflutningur á matvælum til landsins er ekki íslenskum bændum að kenna segir formaður ungra bænda og vísar þar til stjórnvalda, sem verði að sýna vilja í verki. 24.3.2024 21:01
Byggt og byggt á Akranesi Sjaldan eða aldrei hefur verið eins mikil uppbygging á Akranesi eins og nú en þar er verið að byggja og framkvæma fyrir fleiri, fleiri milljarða á árinu. Þá fjölgar íbúum stöðugt á staðnum og eru í dag orðnir átta þúsund og þrjú hundruð. 24.3.2024 13:30
Mala kaffi í Kópavogi og senda um allt land Þau sitja ekki auðum höndum starfsmennirnir á Hæfingarstöðinni við Dalveg í Kópavogi því þau eru að pakka inn tækifæriskortum, smíða á smíðaverkstæðinu, mála á boli og mala kaffi fyrir kaffiklúbba víðs vegar um landið svo eitthvað sé nefnt. 24.3.2024 08:05
Allskonar byssur til sýnis á Stokkseyri um helgina Það verður mikið um að vera á Stokkseyri um helgina því þar verður Veiðisafnið með byssusýningu um leið og því verður fagnað að nú eru tuttugu ár frá því að safnið hóf starfsemi sína á staðnum. 23.3.2024 13:05
Rokksafni Íslands verður ekki lokað Ekki stendur til að loka Rokksafni Íslands í Hljómahöll í Reykjanesbæ þó það eigi að flytja bókasafn bæjarins í húsið og efla starfseminni í því með samfélagsmiðstöð. 19.3.2024 20:30