Vill meiri og betri löggæslu í Mýrdalshreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. mars 2024 13:30 Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem biður um betri og meiri löggæslu í sveitarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjóri Mýrdalshrepps gagnrýnir stöðu löggæslumála í sveitarfélaginu, sem hann segir allt of litla á sama tíma og þúsundir ferðamanna heimsækja þorpið í Vík á hverjum degi og þekkta ferðamannastaði í sveitarfélaginu eins og Reynisfjöru. Það er stöðug íbúafjölgun í Vík í Mýrdal og mjög mikið af ferðamönnum sem dvelja á hótelunum í þorpinu eða keyra í gegnum það. Þá eru mjög fjölmennir ferðamannastaði í sveitarfélaginu og nægir þar að nefna Reynisfjöru. Góð löggæsla er því mikilvæg á stað eins og í Vík og í Mýrdalshreppi reyndar öllum því umferðin er svo mikil. Á meðan lögreglumaður er ekki á vakt í Vík þá er lögreglumaður á Klaustri á vakt en það er tæplega klukkutíma akstur á milli staðanna. Nú styttist hins vegar í að ný og glæsileg lögreglustöð verði opnuð í Vík. Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Já, það var stór áfangi ætla ég að segja fyrir okkur að fá það staðfest að ríkið ætlaði loksins að fara að búa til almennilega aðstöðu hérna fyrir þá sem starfa við löggæslu. Nú er bara næst að fá fleiri lögreglumenn hérna á svæðið vegna þess að við sættum okkur auðvitað ekkert við það að það sé ekki búsettur hérna lögreglumaður hálfan mánuðinn,“ segir Einar Freyr. Já, er það þannig? „Það er staðan, hálfan mánuðinn þá er engin á vakt hjá lögreglunni, sem er búsettur í Vík. Það er ekki staða, sem við getum sætt okkur við, hvorki upp á öryggi íbúa að gera eða öryggi allra þeirra þúsunda ferðamanna, sem eru á koma hérna á hverjum degi“ segir Einar Freyr og heldur áfram. „Við höfum komið á framfæri þessu gagnvart lögreglustjóranum að þetta þurfi að bæta en aðstaðan er auðvitað liður í því, gerir auðvitað að meira spennandi starfi að vera í almennilegri starfsaðstöðu.“ Þúsundir ferðamanna koma í Vík í Mýrdal á hverjum degi og hefur ferðamannafjöldinn sjaldan eða aldrei verið eins mikill og í vetur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Einar Freyr tekur líka fram að það sé mjög slæmt að lögreglubílarnir á svæðinu séu ekki tvímannaðir á Kirkjubæjarklaustri og Vík því ef eitthvað alvarlegt gerist þá eigi einn lögreglumaður mjög erfitt með að fara inn í hættulegar aðstæður, það segi sig sjálft. Einar Freyr segir að það verði að efla löggæslu í Mýrdalshreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mýrdalshreppur Lögreglan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Það er stöðug íbúafjölgun í Vík í Mýrdal og mjög mikið af ferðamönnum sem dvelja á hótelunum í þorpinu eða keyra í gegnum það. Þá eru mjög fjölmennir ferðamannastaði í sveitarfélaginu og nægir þar að nefna Reynisfjöru. Góð löggæsla er því mikilvæg á stað eins og í Vík og í Mýrdalshreppi reyndar öllum því umferðin er svo mikil. Á meðan lögreglumaður er ekki á vakt í Vík þá er lögreglumaður á Klaustri á vakt en það er tæplega klukkutíma akstur á milli staðanna. Nú styttist hins vegar í að ný og glæsileg lögreglustöð verði opnuð í Vík. Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Já, það var stór áfangi ætla ég að segja fyrir okkur að fá það staðfest að ríkið ætlaði loksins að fara að búa til almennilega aðstöðu hérna fyrir þá sem starfa við löggæslu. Nú er bara næst að fá fleiri lögreglumenn hérna á svæðið vegna þess að við sættum okkur auðvitað ekkert við það að það sé ekki búsettur hérna lögreglumaður hálfan mánuðinn,“ segir Einar Freyr. Já, er það þannig? „Það er staðan, hálfan mánuðinn þá er engin á vakt hjá lögreglunni, sem er búsettur í Vík. Það er ekki staða, sem við getum sætt okkur við, hvorki upp á öryggi íbúa að gera eða öryggi allra þeirra þúsunda ferðamanna, sem eru á koma hérna á hverjum degi“ segir Einar Freyr og heldur áfram. „Við höfum komið á framfæri þessu gagnvart lögreglustjóranum að þetta þurfi að bæta en aðstaðan er auðvitað liður í því, gerir auðvitað að meira spennandi starfi að vera í almennilegri starfsaðstöðu.“ Þúsundir ferðamanna koma í Vík í Mýrdal á hverjum degi og hefur ferðamannafjöldinn sjaldan eða aldrei verið eins mikill og í vetur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Einar Freyr tekur líka fram að það sé mjög slæmt að lögreglubílarnir á svæðinu séu ekki tvímannaðir á Kirkjubæjarklaustri og Vík því ef eitthvað alvarlegt gerist þá eigi einn lögreglumaður mjög erfitt með að fara inn í hættulegar aðstæður, það segi sig sjálft. Einar Freyr segir að það verði að efla löggæslu í Mýrdalshreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mýrdalshreppur Lögreglan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira