23 fermetra þjóðfáni til sýnis í Reykjanesbæ Stærsti þjóðfáni landsins er nú til sýnis í Keflavík í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins en fáninn var einmitt hylltur á lýðveldishátíðinni 1944 á Þingvöllum. 1.7.2024 21:05
Skúffukaka og mjólk vegna pirrings út af töppum Eins og landsmenn hafa tekið eftir þá eru komnir áfastir tappar á drykkjarfernur frá Mjólkursamsölunni vegna nýrrar Evróputilskipunar. Einhverjir láta tappana fara í taugarnar á sér og segja þá þvælast fyrir en því fólki er boðið í mjólk og skúffuköku hjá Mjólkursamsölunni til að fara yfir hvernig nýju tapparnir virka. 30.6.2024 20:06
Tónlistarveisla framundan í Skálholti Einn besti fiðluleikari heims er á leið til landsins til að taka þátt í Sumartónleikum í Skálholti sem standa yfir dagana 6. til 14. júlí. Hátíðin er einn stærsti menningarviðburður sem fram fer á Suðurlandi yfir sumartímann. 30.6.2024 13:05
82 ára snillingur í Hafnarfirði í hannyrðum Það ánægjulegasta, sem Tryggvi Anton Kristinsson, sem er á níræðisaldri í Hafnarfirði gerir er að sauma út myndir, hekla, mála, setja saman módel og keppa í pílukasti. 29.6.2024 20:04
Rabarabarahátíð í gamla bænum á Blönduósi Rabarabarahátíð fer fram í gamla bænum á Blönduósi í dag þar sem rabbabarinn verður í aðalhlutverk. Þá verður draugaganga líka í boði, sem endar við kirkjuna í kvöld, auk fuglaskoðunar svo eitthvað sé nefnt. 29.6.2024 12:15
Landsvirkjun með hundraðasta frisbígolfvöll landsins Svo virðist sem frísbílgolfæði hafi runnið á landsmenn því nú var Landsvirkjun að opna hundraðasta völl landsins við Ljósafossstöð í Grímsnes og Grafningshreppi. Völlurinn er sagður vera sá allra flottasti í landinu. 28.6.2024 21:05
Breska konungsfjölskyldan og hjón í Njarðvík Kona á tíræðisaldri í Reykjanesbæ geymir nokkur bréf, sem hún og maður hennar hafa fengið, eins og gull heima hjá þeim en það eru árnaðaróskir frá Karli Bretakonungi og Kamillu konu hans, auk bréfa frá Elísabetu annarri Bretadrottningu. 25.6.2024 20:06
Safna fjórum til fimm milljónum á ári fyrir Strandarkirkju Á milli fjórar og fimm milljónir króna safnast á hverju ári í áheit vegna Strandarkirkju í Selvogi í Ölfusi og heldur það rekstri kirkjunnar gangandi. Íbúi í Selvogi segir stöðuga umferð ferðamanna allt árið um kring til að heimsækja kirkjuna og lýsir því ástandi við mauraþúfu. 23.6.2024 20:04
12 tonn af sveppum í hverri viku frá Flúðasveppum Eitt öflugasta fyrirtæki í Uppsveitum Árnessýslu, Flúðasveppir á Flúðum framleiðir nú 12 tonn af sveppum á viku og hefur varla undan að framleiða sveppi ofan í landsmenn. Fyrirtækið fagnar 40 ára afmæli í ár en á fyrstu árunum voru aðeins framleidd 500 kíló af sveppum á viku, sem þótti mjög gott þá. 23.6.2024 13:05
Páll Rúnar prjónar og syngur á Kirkjubæjarklaustri Ullarsokkarnir, sem karlmaður prjónar á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri seljast eins og heitar lummur enda um mjög fallegt handverk að ræða. Þá er eitt það skemmtilegast, sem maðurinn gerir er að syngja fyrir gesti og gangandi á heimilinu. 22.6.2024 20:05