Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskiptaráð efnir til kosningafundar í Hörpu í dag, miðvikudaginn 13. nóvember, undir yfirskriftinni „Horfum til hagsældar.“ Leiðtogar stjórnmálaflokka munu á fundinum ræða efnahagsmál auk annarra málaflokka sem varða bæði atvinnulífið og samfélagið í heild. 13.11.2024 08:02
Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2024 sýna vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað síðustu tvö ár. Niðurstöður sýna lækkun í tíðni kvíða og depurðar í öllum árgöngum. Enn segist þó um helmingur stúlkna í 10. bekk finna fyrir depurð. Þá hafa um þrettán prósent stúlkna í 10. bekk verið beittar kynferðisofbeldi af jafnaldra en hlutfallið lækkar á milli ára. 12.11.2024 15:02
Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Mennta og barnamálaráðuneytið kynnir niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar klukkan 14 til 16:30 í dag Hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands. Hægt verður að horfa í streymi hér að neðan. 12.11.2024 13:33
Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Kristján Ingi Mikaelsson, stjórnarformaður Rafmyntaráðs og meðstjórnandi Visku digital assets, segir rafmyntir eins og Bitcoin komnar til að vera. Það sé jafnvel jólagjöf ársins í ár. Bitcoin hefur hækkað töluvert síðasta daga og hefur gjaldmiðillinn aldrei verið verðmætari. 12.11.2024 10:05
Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Hlutfall fólks sem á það til að lesa skilaboð við akstur lækkar úr 40,1 prósent í 35,8 prósent á milli ára. Hlutfall þeirra sem á það til að skrifa skilaboð við akstur lækkar úr 31,8 prósent í 27,7 prósent. 12.11.2024 09:02
Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Enn eru þrjú börn inniliggjandi á Barnaspítalanum vegna E. coli sýkingar á leikskólanum Mánagarði. Tvö eru á legudeild og eitt á gjörgæslu. Barnið er ekki í lífshættu að sögn Valtýs Stefánssonar Thors yfirlæknis á barnaspítala Hringsins. Sjóvá hafa borist tilkynningar og fyrirspurnir vegna veikindanna en Félagsstofnun stúdenta er bótaskyld vegna þeirra. 11.11.2024 15:57
Ók á sjö kindur og drap þær Sjö kindur drápust um helgina á Suðurlandi þegar var ekið á þær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Þar segir að frá því á föstudag hafi verið skráð um 150 mál hjá embættinu. 11.11.2024 15:07
„Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Snorri Másson oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður segir að hann „sundli við fúkyrðaflaumi“ Svandísar Svavarsdóttur í hlaðvarpinu Ein pæling fyrir helgi. Hann segir ásakanir Svandísar í hans garð lygi frá rótum. 11.11.2024 13:14
Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Bilun er í götulýsingu víða í Kópavogi og hefur verið frá því fyrir helgi. Unnið er að lagfæringu en vatn komst í rafstreng sem liggur nærri bilun. Búið er að koma umferðarljósum í gang sem einnig biluðu í morgun. 11.11.2024 09:28
Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reykjavíkurborg hafa borist ábendingar um slæman aðbúnað barna og óviðunandi leikskólastarf á leikskólanum Lundi í Kleppsgörðum í Reykjavík. Starfsfólk borgarinnar fór í óboðað eftirlit í leikskólanum í dag og varði bróðurparti dagsins á leikskólanum. Foreldraráð sagðist í vor geta fullyrt að allir foreldrar væru ánægðir með börn sín á Lundi. 8.11.2024 15:26