Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur tekið ákvörðun um endurskoðun á starfsleyfi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur að Vesturhlíð 6. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að mengun af völdum starfseminnar hafi reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021. 8.11.2024 14:55
Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Samband íslenskra sveitarfélaga segir að frá árinu 2016, þegar samkomulag hafi verið gert um jöfnun launa á almennum og opinberum markaði, á milli ríkis, sveitarfélaga, BHM, BSRB og KÍ, hafi ýmis skref verið stigin til þess að ná samkomulagi. Það sé ekki rétt, eins og KÍ, hefur haldið fram að ekkert hafi verið gert til að tryggja slíkt samkomulag. Það kemur fram í yfirlýsingu á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. 8.11.2024 12:08
„Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Fyrirtaka fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli níu einstaklinga sem krefjast miskabóta vegna framgöngu lögreglu á mótmælum þann 31. maí í Skuggasundi, við fund ríkisstjórnarinnar, vegna ástandsins á Gasa. Þar voru um 40 mótmælendur beittir piparúða. Þrír fóru á slysadeild og tveir fengu aðhlynningu sjúkraliða á vettvangi. 8.11.2024 10:02
Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Prófessor í stjórnmálafræði segir fylgi flokkanna enn á mikilli hreyfinu. Það sé ekki fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum en það gæti gerst núna. Hann segir að möguleiki sé á að sett verði nýtt Íslandsmet í dauðum atkvæðum. 7.11.2024 22:02
Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Gular og appelsínugular viðvaranir Veðurstofunnar renna út á næstu klukkutímunum. Veðurfræðingur á vakt segir að þó stutt sé í að veðrið gangi niður geti það enn valdið vandræðum síðustu klukkutímana á til dæmis Norðausturlandi. 7.11.2024 22:00
Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Stjórnvöld í Ástralíu ætla að kynna lagasetningu sem miðar að því að banna börnum undir 16 ára aldri að nota samfélagsmiðla. Á vef BBC segir að lagasetningin eigi að vera leiðandi fyrir allan heiminn. Haft er eftir forsætisráðherra Ástralíu, Anthony Albanese, að leggja eigi frumvarpið fram á þinginu í næstu viku. 7.11.2024 21:03
„Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíó annað kvöld. Helgi Már Bjarnason, annars stjórnenda Partyzone, dansþáttar þjóðarinnar, segist afar spenntur fyrir komu Craig og að það megi búast við góðu partýi. 7.11.2024 20:03
Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms frá því í fyrra um að íslenska ríkið þurfi að greiða sjávarútvegsfyrirtækinu Vinnslustöðinni bætur vegna úthlutunar aflaheimilda á makríl á árunum 2011 og 2018. 7.11.2024 18:52
Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Viðræður standa nú yfir á milli Reykjavíkurborgar og Perlunnar þróunarfélags ehf. um kaup á Perlunni og tveimur tönkum. Í tilkynningu frá borginni segir að Perlan þróunarfélag ehf. hafi verið leigutaki síðustu átta ár. Þá kemur fram í sömu tilkynningu að gengið verði til samningaviðræðna við hæstbjóðendur í Toppstöðina í Elliðaárdal og 125 bílastæði í bílakjallara Hörpu. 7.11.2024 17:59
Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Rúm 95 prósent lækna samþykktu í atkvæðagreiðslu að fara í verkfall. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var um 85 prósent. Verkföll hefjast 25. nóvember. 7.11.2024 16:47