Alvarlegt brot á lögum um brunavarnir í Vatnagörðum Verulegir annmarkar voru á brunavörnum í húsnæðinu að Vatnagörðum 18, þar sem eldur kviknaði á föstudag, samkvæmt úttekt Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sem gerð var í vikunni fyrir brunann. Um alvarlegt brot á lögum um brunavarnir sé að ræða og varað er við lokun húsnæðisins. 21.2.2023 11:40
Setur spurningamerki við að hver sem er geti opnað áfangaheimili Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar setur spurningamerki við að hver sem er geti opnað áfangaheimili. Borgin geti ekkert aðhafst á meðan engin lög séu til um eftirlit og rekstur slíkra heimila. Hún skorar á ráðherra að bregðast við. 20.2.2023 21:00
Bollusælkeri hefur smakkað tugi rjómabolla í dag Bolludagurinn er í dag og landsmenn eflaust flestir gætt sér á rjómabollu í tilefni dagsins. Fáir hafa þó líklega fagnað deginum jafnákaft og ungur maður í Hafnarfirði. Hann er mikill bollusælkeri og réðst í það verkefni í dag að smakka sem allra flestar bollur. 20.2.2023 20:59
Segir varla nokkurn hagnað af rekstrinum og sárnar umræðan Eigandi Betra lífs, einkarekins úrræði fyrir fólk með fíknivanda þar sem mikill bruni varð á föstudag, segir varla nokkurn, ef einhvern, hagnað af starfseminni. Þá sé það fráleitt að leiga sé of há og hann myndi gjarnan vilja halda úti sólarhringsvöktun í húsnæðinu en skorti fjármagn til þess. 20.2.2023 12:12
Fimm fermetra herbergi fyrir 140 þúsund krónur: „Þetta er náttúrulega gríðarlega hátt“ Íbúi áfangaheimilis, þar sem eldur kom upp í morgun, segist greiða 140 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir fimm fermetra herbergi. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir leiguna gríðarlega háa og að erfitt sé fyrir fólk í viðkvæmri stöðu að standa undir henni. 17.2.2023 20:52
Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17.2.2023 19:17
„Við sátum nú bara einfaldlega á fundi þegar rúðurnar sprungu“ „Við sátum nú bara einfaldlega á fundi þegar rúðurnar sprungu og horfðum bara beint á þetta,“ segir Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs, um það þegar eldur kviknaði í Vatnagörðum 18 í morgun. 17.2.2023 11:57
„Jurtaolíur bara mjög hollar innan eðlilegra marka“ Prófessor í næringarfræði segir fræolíur mjög hollar í hófi og furðar sig á umræðu um meinta skaðsemi þeirra síðustu misseri. Olíurnar finnist gjarnan í óhollum mat - og í honum liggi vandinn, ekki olíunum sjálfum. 16.2.2023 21:01
Flugu yfir íslitla Öskju Nýjar myndir af Öskju sýna að helmingur Öskjuvatns er íslaus, sem er afar óvenjulegt miðað við árstíma. Flogið var yfir eldstöðina í dag til að meta stöðuna, myndir teknar og baujur með hitamælum settar út í. 16.2.2023 19:06
„Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. 15.2.2023 16:07