Innlent

Flugu yfir íslitla Öskju

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Úr rannsóknarfluginu í dag.
Úr rannsóknarfluginu í dag.

Nýjar myndir af Öskju sýna að helmingur Öskjuvatns er íslaus, sem er afar óvenjulegt miðað við árstíma. Flogið var yfir eldstöðina í dag til að meta stöðuna, myndir teknar og baujur með hitamælum settar út í.

Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur, sem var í fluginu í dag, segir að það hafi styrkt hann enn frekar í þeirri trú sinni að bráðnunin stafi af aukinni jarðhitavirkni vegna kvikusöfnunar. Áframhaldandi þensla geti ekki endað nema á einn veg: með eldgosi. 

Þá sé spurningin hvernig gosið verði en Ármann segir að það yrði annað hvort lítið eins og Öskjugosið 1961 eða þá mögulega „hressilegt sprengigos“. Nú verði unnið úr gögnum rannsóknarflugsins en ekki liggur algjörlega ljóst fyrir hvað valdi bráðnuninni, eins og fram kom í færslu á vef Veðurstofunnar í gær.

Land hefur risið jafnt og þétt í Öskju frá því í ágúst 2021 og nemur nú um hálfum metra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×