Ræddu lokasprett æsispennandi kosningabaráttu Við siglum nú inn í síðustu vikuna fyrir forsetakosningar og kosningabaráttan er í algleymingi. Við fáum öflugt teymi samfélagsrýna til okkar í Pallborðið á Vísi í dag og förum yfir sviðið í beinni útsendingu klukkan 14. 28.5.2024 10:52
Veita viðtal um Hamraborgarmálið í fyrsta sinn: Viðvörunarkerfi í bílnum hefði getað gert illt verra Öryggismiðstöðin hefur aukið viðbúnað í verðmætaflutningabílum sínum, eftir að tugum milljóna var stolið úr bíl fyrirtækisins í Hamraborg. Þó að þjófarnir hafi aðeins verið örfáar sekúndur að brjótast inn í bílinn segir framkvæmdastjóri bifreiðina sjálfa í raun aukaatriði í málinu. Þá telur hann að viðvörunarkerfi hefði getað stefnt starfsmönnum í hættu. Verkferlum hafi verið fylgt og erfitt að sjá hvað hægt hefði verið að gera öðruvísi. 24.5.2024 20:12
Óttast um afdrif Íransforseta og ferðaveðrið í beinni Óttast er að þyrla með forseta Írans innanborðs hafi hrapað í fjalllendi í norðvesturhluta landsins í dag. Margt er á huldu um atburðarásina. Við sýnum frá leitinni í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 19.5.2024 18:21
Aukin skjálftavirkni og erjur um Erfðagreiningu Skjálftavirkni hefur aukist við Sundhnúksgígaröðina á Reykjanesskaga og ekkert lát er á landrisi. Eldfjallafræðingur segir að innstreymi í kvikuhólfið sé að hægjast sem gæti þýtt að lengri tími sé í næsta gos. Grindvíkingar sem gista í bænum bíða átekta. 19.5.2024 11:45
Örlítil aukning í skjálftavirkni undir Svartsengi Greina má örlitla aukningu í skjálftavirkni í kvikuhólfinu undir Svartsengi síðasta sólarhringinn. Kvika heldur áfram að flæða í hólfið og allar líkur eru taldar á því að aftur gjósi í Sundhnúksgígaröðinni, en erfitt er að segja til um það hvenær. 19.5.2024 11:25
Þekkir dæmi um endalaus uppköst og garnalömun vegna lyfjanna Klínískur næringarfræðingur hefur áhyggjur af stóraukinni notkun þyngdarstjórnunarlyfja hér á landi. Hún þekkir dæmi um að fólk hljóti af þeim alvarlegar aukaverkanir á borð við garnalömun. Þá telur hún lækna sæta mikilli pressu frá skjólstæðingum sínum um að skrifa upp á lyfin. 19.5.2024 09:42
Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. 18.5.2024 20:00
Beitti neitunarvaldi gagnvart umdeildum fjölmiðlalögum Forseti Georgíu beitti í dag neitunarvaldi gegn umdeildum fjölmiðlalögum sem samþykkt voru i þinginu í vikunni og komið hafa af stað mótmælaöldu í landinu. 18.5.2024 18:25
Þungar áhyggjur af þyngdarstjórnunarlyfjum Klínískur næringarfræðingur hefur áhyggjur af stóraukinni notkun þyngdarstjórnunarlyfja hér á landi. Hún þekkir dæmi um að fólk hljóti af þeim alvarlegar aukaverkanir á borð við garnalömun. Þá telur hún lækna sæta mikilli pressu frá skjólstæðingum sínum um að skrifa upp á lyfin. 18.5.2024 18:20
Ekki megrunarlyf heldur lyf við offitu Sérfræðilæknir í meðferð offitu hefur áhyggjur af því að nokkur hópur fólks noti þyngdarstjórnunarlyf án þess að þurfa þau. Með lyfjunum sé hins vegar loksins komin meðferð við offitu og mikil fjölgun notenda þeirra sé aðeins byrjunin á því sem koma skal. 18.5.2024 13:10