Innlent

Ræddu loka­sprett æsi­spennandi kosninga­bar­áttu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Snorri Másson ritstjóri Ritstjórans, Örn Úlfar Sævarsson hugmyndasmiður og Ólöf Skaftadóttir fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins verða gestir Pallborðsins í dag.
Snorri Másson ritstjóri Ritstjórans, Örn Úlfar Sævarsson hugmyndasmiður og Ólöf Skaftadóttir fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins verða gestir Pallborðsins í dag. Vísir/Vilhelm

Við siglum nú inn í síðustu vikuna fyrir forsetakosningar og kosningabaráttan er í algleymingi. Við fáum öflugt teymi samfélagsrýna til okkar í Pallborðið á Vísi í dag og förum yfir sviðið í beinni útsendingu klukkan 14.

Gestir Pallborðsins verða Snorri Másson ritstjóri Ritstjórans, Ólöf Skaftadóttir fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og Örn Úlfar Sævarsson, hugmyndasmiður. 

Afar mjótt er á munum, nú þegar aðeins fjórir dagar eru til kosninga. Samkvæmt könnun Prósents í gær eru Katrín Jakobsdóttir, Halla Hrund Logadóttir og Halla Tómasdóttir hnífjafnar í forystu. 

Í Pallborðinu rýnum við í helstu vendingar síðustu daga og veltum fyrir okkur framvindu mála nú á lokasprettinum, þar sem allt getur gerst. Kristín Ólafsdóttir stýrir umræðum í Pallborði dagsins sem hefst eins og áður segir klukkan 14 hér á Vísi.

Uppfært: Upptöku af þættinum má sjá að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×