Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ferða­þjónusturisi kaupir Fjaðrár­gljúfur

Íslenska ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures hefur fest kaup á Fjaðrárgljúfri. Forstjóri fyrirtækisins segir markmiðið að gera friðlýstu náttúruperluna aðgengilegri ferðamönnum á sama tíma og gætt sé að náttúrunni. 

Tvö eftir í leiðtogakjöri breskra í­halds­manna

Val flokksmanna breska Íhaldsflokksins stendur nú á milli tveggja fyrrverandi ráðherra flokksins eftir að James Cleverly, fyrrverandi innan- og utanríkisráðherra, helltist úr lestinni í leiðtogakjöri þeirra í dag. Úrslita er ekki að vænta fyrr en í byrjun nóvember.

Telja ó­stað­bundin störf of kostnaðar­söm

Mannauðsstjórar ríkisstofnana telja mikinn kostnað helsta ókost óstaðbundinna starfa og að hann geti dregið úr hvata til þess að auglýsa slík störf. Óstaðbundin störf geti aukið framboð umsækjenda fyrir stofnanir.

Biden kallaði Netanja­hú „tíkar­son“ og „slæman gaur“

Stirðum samskiptum Joes Biden Bandaríkjaforseta við forsætisráðherra Ísraels er lýst í nýrri bók heimsþekkts rannsóknarblaðamanns. Biden er meðal annars sagður hafa kallað Netanjahú „tíkarson“ og „slæman helvítis gaur“ á bak við tjöldin.

Trump sendi Pútín kóvid­próf á laun

Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, sendi Vladímír Pútín, forseta Rússlands, tæki til þess að greina kórónuveirusmit þegar skortur var á þeim í heiminum árið 2020. Pútín bað Trump um að halda sendingunni leyndri.

Koma sér í skjól undan felli­bylnum Milton

Meira en þrjár milljónir manna búa á Tampa-svæðinu á vesturströnd Flórída þangað sem fellibylurinn stefnir nú. Fólk er byrjað að koma sér undan þar en innan við tvær vikur eru frá því að fellibylurinn Helena olli eyðileggingu í Flórída og víðar.

Innan við helmingur nú hlynntur flug­velli í Vatns­mýri

Tæpur helmingur segist hlynntur því að flugvöllur verði í Vatnsmýrinni til framtíðar í nýrri skoðanakönnun. Hlutfallið hefur lækkað umtalsvert síðasta áratuginn. Hlutfall þeirra sem eru andvígir flugvellinum þar hefur þó lítið breyst.

Hlutu Nóbelinn fyrir fram­lag til vél­ræns náms

Tveir norðuramerískir vísindamenn deila Nóbelsverðlaununum í eðlisfræði í ár fyrir uppgötvanir og uppfinningar sem gerðu vélrænt nám með gervitauganeti mögulegt. Rannsóknir þeirra hafa meðal annars lagt grunninn að framförum í gervigreind.

Sjá meira