Séra Arna Ýrr tekur við af verðandi biskupi Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir hefur verið ráðin sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli, en hún tekur við 1. júlí af sr. Guðrún Karls Helgudóttur sem hefur verið ráðin biskup Íslands. 30.6.2024 15:23
Garðar Gunnlaugs að verða afi Garðar Gunnlaugsson fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, tilkynnti um það á Instagram í gær að hann væri að fara verða afi. Sonur hans, Daníel Ingi og kærasta hans Lena Davíðsdóttir, eiga von á barni. 30.6.2024 14:43
Óður hundur réðst á tvo í Grafarvogi Tilkynnt var um óðan hund sem réðst á tvo í Grafarvoginum síðastliðið föstudagskvöld. Hundurinn var handsamaður og færður í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur. Deildarstjóri Dýraþjónustunnar hefur áhyggjur af því að bitmálum fari fjölgandi. 30.6.2024 13:08
„Ég mun ekki taka þátt í prófkjöri aftur“ „Ég mun ekki taka þátt í prófkjöri aftur, get bara sagt fólki það,“ sagði Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði hann að smáflokkur í ríkisstjórnarsamstarfinu, Vinstri græn, hefði alltof mikil áhrif, og að íslenska stjórnmálamenn vanti þrek og kjark til að gera eitthvað, vitandi það að fullt af fólki muni garga á þau. 30.6.2024 11:31
Tekinn próflaus á 120 kílómetra hraða Ökumaður sem var stöðvaður í hverfi 108 í nótt fyrir að aka á 120 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst, reyndist án gildra ökuréttinda. Tveir aðrir voru stöðvaðir í nótt sem reyndust án ökuréttinda, einn þeirra var undir áhrifum fíkniefna. Þá var einn sektaður fyrir að nota ekki bílbelti við akstur. 30.6.2024 10:34
Útlitið svart hjá Macron fyrir kosningar á morgun Skoðanakannanir í Frakklandi benda allar til þess að Franska þjóðfylkingin, harðlínu-hægri flokkur Marine le Pen og Jordan Bardella, muni sigla heim stórsigri í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi á morgun. 29.6.2024 23:45
Bandarískum kjósendum líst illa á stöðuna í forsetaslagnum Fjölmiðlar vestanhafs eru enn undirlagðir áhyggjuröddum af frammistöðu Joes Biden Bandaríkjaforseta í kappræðum hans og Donalds Trump í fyrrinótt. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 voru birt viðtöl við bandaríska kjósendur, sem líst illa á stöðuna. 29.6.2024 23:18
Riðu um miðbæinn til að fagna Landsmóti Undirbúningur fyrir Landsmót hestamanna sem mun standa yfir dagana 1. til 7. júlí er í fullum gangi. Búist er við þúsundum áhorfenda og keppendur eru á fullu að æfa sig. Í tilefni af mótinu var haldin miðbæjarreið í dag, þar sem 60 knapar riðu hestum sínum um miðbæ Reykjavíkur. Rætt var við mótsstjóra og knapa í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 29.6.2024 22:36
Andrés og Margrét gengin í það heilaga Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu, og Margrét Júlíana Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Moombix og söngkona, giftu sig við hátíðlega athöfn í Dómkirkunni í dag. 29.6.2024 20:52
Ungur maður tekinn af lífi fyrir að hlusta á K-pop í Norður-Kóreu Tuttugu og tveggja ára gamall maður var tekinn af lífi í Norður Kóreu á opinberum vettvangi, fyrir að hafa hlustað á 70 lög frá Suður-Kóreu, horft á þrjár myndir þaðan og að hafa dreift þeim. Þetta var árið 2022. 29.6.2024 20:07