Myndir frá eldsvoðanum í Húsafelli í nótt Slökkviliðið í Borgarnesi var kallað út á þriðja tímanum í nótt þegar eldur hafði kviknað í hjólhýsi á tjaldsvæðinu á Húsafelli. Hjólhýsið brann til kaldra kola ásamt bíl þeirra sem áttu hýsið. Ekkert tjón varð á öðrum tækjum. Fréttastofu hafa borist myndir frá nóttinni. 29.6.2024 18:40
Bankaforstjóri selur glæsihýsi í Laugardalnum Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, hefur sett glæsilegt hús að Dyngjuvegi 2 í 104 Reykjavík á sölu. Húsið er 594 fermetra einbýlishús, þar af er 55 fermetra bílskúr með hjólageymslu. Húsið er staðsett á 1704 fermetra glæsilegri lóð með útsýni yfir Laugardalinn. Óskað er eftir tilboðum í eignina en fasteignamatið er 289.250.000 krónur. 29.6.2024 18:26
Alvarlegar aukaverkanir af brúnkunefspreyjum og brottvísun Yazans Tamimi Fjölskylda palestínsks drengs með skæðan vöðvarýrnunarsjúkdóm segir heim hans hafa hrunið þegar honum var tilkynnt endanlega nýverið að fjölskyldunni yrði vísað úr landi. Hundruð sýndu samstöðu með fjölskyldunni á Austurvelli í dag en drengurinn dvelur nú á Barnaspítalanum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. 29.6.2024 18:12
Rændi fötum fyrir nánast hundrað þúsund Tilkynnt var í dag um þjófnað í verslun í hverfi 101, þar sem fatnaði að verðmæti 92 þúsund krónum var stolið. Gerandi er ókunnur. 29.6.2024 17:50
Séra Sigfús Jón Árnason látinn Sr. Sigfús Jón Árnason, fyrrverandi prestur að Hofi í Vopnafirði og prófastur í Múlaprófastsdæmi lést þann 25.júní síðastliðinn 86 ára að aldri. 29.6.2024 07:01
Segir Biden „algjörlega vanhæfan“ Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana, segir að aldur Joe Bidens mótframbjóðanda hans, sé ekki vandamálið, heldur „algjört vanhæfi“ hans. Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Virgina-ríki í dag. 29.6.2024 00:04
Kolólöglegt og hættulegt brúnkulyf í tísku á samfélagsmiðlum Ragna Hlín Þorleifsdóttir, húðlæknir á húðlæknastöðinni, segir að ólöglegur brúnku-nefúði sem nú gengur kaupum og sölum á netinu og er mikið auglýstur á samfélagsmiðlum, sé hættulegur. Til að virkja lyfið þarf að fara í ljósabekk eða útsetja húðina fyrir sól. Ragna segir ljósabekki með eindæmum krabbameinsvaldandi og þykir miður að þeir séu nú í tísku. 28.6.2024 23:12
Verðlagning landsbyggðarstrætó „glórulaus“ Sindri Freyr Ásgeirsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, segir að landsbyggðarstrætó sé ekki fýsilegur kostur fyrir fólk sem lifir bíllausum lífsstíl. Fólk nýti sér frekar önnur úrræði eins og deilibíla. Rætt var við Sindra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kjölfar umfjöllunar um að strætóferð frá Reykjavík til Hafnar kosti 17 þúsund krónur. 28.6.2024 21:48
Keypti lóð Gylfa og Alexöndru á 225 milljónir Molly ehf., sem er í eigu Alberts Þórs Magnússonar eiganda Lindex, hefur fest kaup á lóð Gylfa Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur á Arnarnesinu í Garðarbæ. Kaupverð var 225 milljónir. 28.6.2024 21:01
„Ég veit að ég er ekki ungur maður“ Joe Biden bandaríkjaforseti, hélt kraftmikla ræðu í dag, þar sem hann svaraði óbeint fyrir gagnrýni sem hann hefur sætt fyrir slaka frammistöðu í kappræðum forsetaefnanna í nótt. 28.6.2024 20:22