Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Real Madrid vann 0-1 útisigur á Real Sociedad í fyrri leik liðanna í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar í kvöld. 26.2.2025 22:41
Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Sporting vann þriggja marka sigur á Fredericia, 32-29, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Orri Freyr Þorkelsson lék vel fyrir portúgalska liðið. 26.2.2025 22:28
Komnir með þrettán stiga forskot Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Liverpool verði Englandsmeistari í tuttugasta sinn en liðið náði þrettán stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á Newcastle United, 2-0, í kvöld. 26.2.2025 22:10
Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Nottingham Forest og Arsenal gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá endaði leikur Brentford og Everton með 1-1 jafntefli. 26.2.2025 21:45
Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Manchester United vann 3-2 sigur á Ipswich Town í fjörugum leik á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Staðan var 2-2 í hálfleik en Harry Maguire skoraði sigurmark Rauðu djöflanna í upphafi seinni hálfleiks. 26.2.2025 21:30
Haaland sneri aftur og var hetjan Eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla sneri Erling Haaland aftur í lið Manchester City og skoraði eina markið í 0-1 sigri á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 26.2.2025 21:30
Valskonur unnu meistarana Þrátt fyrir að hafa misst niður 23 stiga forskot vann Valur góðan útisigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur, 73-77, í efri hluta Bónus deildar kvenna í körfubolta í kvöld. 26.2.2025 21:07
Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Eftir að hafa verið forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í tólf ár hefur Lárus Blöndal ákveðið að stíga til hliðar. 26.2.2025 19:54
Sjötta tap Hauks og félaga í röð Wisla Plock hafði betur gegn Dinamo Búkarest, 26-27, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Haukur Þrastarson leikur með Dinamo Búkarest sem er í frjálsu falli í Meistaradeildinni. 26.2.2025 19:35
Atli Sigurjóns framlengir við KR Fótboltamaðurinn Atli Sigurjónsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KR. 26.2.2025 18:02