Ætla ekki að slíta viðræðum Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs fundar hjá samninganefndum kennara og ríkis og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambands Íslands segir sáttasemjara hafa metið stöðuna þannig að ekki sé ástæða til að boða til fundar að svo stöddu. 9.11.2024 13:31
Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Um helmingi landsmanna þætti óeðlilegt að ráðherra í starfstjórn gæfi út nýtt leyfi til hvalveiða. Matvælaráðherra hefur ekki tekið afstöðu til fyrirliggjandi umsóiknar um hvalveiðileyfi en segir brýnt að málið fari í lögboðið ferli. 9.11.2024 11:41
Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Lyfjatengd andlát voru sex sinnum fleiri á hverja hundrað þúsund íbúa hér á landi í fyrra en að meðaltali í Evrópu. Formaður samtaka um skaðaminnkun segir brýnt að stjórnvöld bregðist við. 8.11.2024 18:01
Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur tekið ákvörðun um endurskoðun á starfsleyfi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur að Vesturhlíð 6. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að mengun af völdum starfseminnar hafi reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021. 8.11.2024 14:55
Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Íslenskur þingmaður sem sinnir kosningaeftirliti vestanhafs mun heimsækja nokkra kjörstaði í dag og meðal annars fylgjast með að afhending kjörgagna fari rétt fram. Hún segir hlutverkið þó ekki síst að veita aðhald enda hafi skapast mikill styr um framkvæmd kosninga í Bandaríkjunum. 5.11.2024 12:31
Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Niðurstöður kosninga í Bandaríkjunum verða sögulegar sama hvernig fer að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Eftir erfiða síðustu viku sé staða Kamölu Harris orðin betri og þau Donald Trump nú hnífjöfn. 4.11.2024 20:00
Horfði á lík fljóta fram hjá Minnst hundrað og fjörutíu fórust í hamfaraflóðunum sem riðu yfir í Valencia á Spáni. Líklegt er að sú tala haldi áfram að hækka. Tuga er enn saknað og hafa viðbragðsaðilar leitað í allan dag. 31.10.2024 22:01
Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31.10.2024 16:42
Flestir treysta Miðflokknum best fyrir málefnum hælisleitenda Samfylkingin nýtur mest trausts í flestum málaflokkum, nema í málefnum hælisleitenda þar sem flestir treysta Miðflokknum. Fleiri treysta Sjálftstæðisflokknum fyrir nokkrum málaflokkum en myndu kjósa hann. 30.10.2024 19:14
Leita allra leiða til að lengja í séreignarsparnaði inn á lánin Formaður fjárlaganefndar segir ríkan vilja meðal þingmanna að framlengja heimild til rástöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Til stendur að afnema þá heimild um áramótin. Hann gerir ráð fyrir að fjárlög verði afgreidd um miðjan nóvember. 30.10.2024 13:02