Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ekki sniðugt að hafa öll eggin í sömu öskjunni

Eldfjallafræðingur segir marga aðra staða á landinu betri valkost fyrir varaflugvöll en Hvassahraun. Sama vá steðji að því svæði og að flugvöllunum í Reykjavík og Keflavík. Betra sé að hafa ekki öll eggin í sömu öskjunni.

Í­búar kalla eftir úr­bótum á hættu­legum gatna­mótum við Sæ­braut

Íbúar í Vogabyggð lýsa yfir miklum áhyggjum af gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar, þar sem banaslys varð í nótt er ekið var á gangandi vegfaranda, og krefjast úrbóta. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum og rætt verður við G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar.  

Hera Björk segir frá raunum sínum í Georgíu

Hera Björk Brynjarsdóttir, Íslendingur sem býr í Valdosta í Georgíu þar sem fellibylurinn Helen reið yfir um helgina, segist aldrei hafa upplifað annað eins. Gífurlegar skemmdir eru á bænum eftir að tré hrundu ofan á hús og rafmagnslínur. Rafmagnslaust er í bænum og ekkert heitt vatn er heima hjá Heru. Ekki verður hægt að gera við rafmagnslínur fyrr en næsta laugardag.

Bana­slys á Sæ­braut og stofnun nýs stjórn­mála­flokks

Banaslys varð á Sæbraut í Reykjavík í nótt þegar fólksbíl var ekið á gangandi vegfaranda, sem var úrskurðaður látinn á vettvangi. Lögregla segir framkomu annarra vegfarenda, sem hafi reynt að troðast í gegnum vegalokanir, dapurlega.

Kallar eftir stuðningi allra múslima við Hezbollah

Leiðtogi Hryðjuverksamtakanna Hezbollah var drepinn í loftárásum Ísraela á Beirút í nótt. Æðstiklerkur Íran segir alla múslima þurfa að standa með trúbræðrum sínum í Hezbollah. Talsmaður Ísraelshers segir samtökin draga Líbanon og nærliggjandi ríki inn í átök, sem Ísrael vilji ekki að breiðist út.

Sundrun á hægri vængnum og ör­vænting meðal fyrstu kaup­enda

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 köfum við í pólitíkina en kosningabarátta er hjá flestum flokkum komin á fullt. Við heyrum í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem er spennt fyrir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks.

Draumurinn að fríbúðir skjóti upp kollinum um alla borg

Loftvifta, fondúpottur, rifjárn og kertalukt er meðal þess sem finna má í nýrri fríbúð í Bókasafninu Gerðubergi. Búðin verður opin næsta árið og býðst fólki að koma með dót sem það er hætt að nota og taka það sem því sýnist.

Er­lend glæpa­gengi fá Ís­lendinga til að ræna reiðhjólaverslanir

Brotist hefur verið inn í fjölmargar reiðhjólaverslanir á árinu, síðast fyrir helgi. Lögreglumaður segir innbrot í slíkar verslanir nokkuð ný af nálinni. Algengt sé að erlendir glæpahópar greiði Íslendingum fyrir að ræna verslanir og dæmi um að reynt hafi verið að senda þýfið úr landi.

Sjá meira