Samtökin '78 rekin á yfirdráttarláni Samtökin 78 eru rekin með yfirdráttarláni, en samtökin hafa vaxið um sjö hundruð prósent á síðustu sex árum með tilheyrandi þjónustuþörf. Rekstrarvandinn hefur meðal annars í för með sér að biðtími í ráðgjöf hjá samtökunum er allt að sex vikur. 7.8.2022 21:00
Þúsundir mættu til útfarar þeirra sem féllu í loftárásum Ísraela á borgina Rafah á Gaza í gær Þúsundir mættu til útfarar þeirra sem féllu í loftárásum Ísraela á borgina Rafah á Gaza í gær. Þegar hafa 29 palestínumenn fallið í átökunum sem hófust á föstudag, þar á meðal almennir borgarar og börn. 7.8.2022 20:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að fleiri skjálftar, svipaðir þeim sem reið yfir í dag, verði á næstunni, þó að spenna hafi að miklu leyti losnað á svæðinu. 7.8.2022 18:01
Hádegisfréttir Bylgjunnar Formaður VR segir stjórnvöld hafa sofið á verðinum í húsnæðismálum og ekki hafa efnt loforð úr síðustu kjarasamningum. Hann segir verkalýðshreyfinguna klára í slaginn og slær verkfall ekki út af borðinu 7.8.2022 11:43
„Það sem er mikilvægt er að þetta má ekki gleymast“ Súgfirðingar gengu í gær til minningar þeirra fjölmörgu æðarfugla sem þurfi að aflífa eftir olíuslys í þorpinu fyrr á árinu. Skipuleggjandi segir mikilvægt að atvikið gleymist ekki og að lærdómur verði dreginn af því. 7.8.2022 09:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar býst við að eldgosið í Meradölum kosti bæinn um sextíu milljónir. Hann segir að bærinn muni leggja út fyrir verkefnum en að hugað verði að uppgjöri síðar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að gosstöðvarnar verði lokaðar klukkan fimm í nótt vegna vonskuveðurs. 6.8.2022 17:57
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í fréttatímanum höldum við áfram umfjöllun um eldgosið. Lögreglan á Suðurnesjum mun sekta þá sem ekki leggja í merkt bílastæði við gosstöðvarnar frá og með deginum í dag. Þá kemur til greina að svæðinu verði lokað á morgun vegna veðurs. 6.8.2022 11:41
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Almannavarnir funduðu í dag vegna skjálftahrinu. Íbúar í Grindavík undirbúa sig undir eldgos á sama tíma og það hrinur úr hillum. Við ræðum við bæjarstjóra Grindavíkurbæjar og skoðum tjón á munum. 1.8.2022 18:01
Hádegisfréttir Bylgjunnar Jörð heldur áfram að skjálfa en snarpur skjálfti fannst víða um klukkan ellefu. Ríflega 1.400 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum síðan á miðnætti, þar af fimm yfir 4,0 að stærð. Landsmenn mega gera ráð fyrir áframhaldandi jarðskjálftavirkni næstu daga en jarðeðlisfræðingur telur að ný innskotavirkni sé hafin í kringum ganginn sem myndaðist við eldgosið í Geldingadölum. 1.8.2022 11:45
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Skjálfti af stærðinni 4,7 varð á Reykjanesskaga nú skömmu fyrir fréttir. Allar viðbragðsáætlanir eru tilbúnar hjá Grindavíkurbæ, ef eldgos hefst skammt frá bænum. Jarðskjálftahrina hefur verið á svæðinu, en skjálftar dagsins í dag mælast á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Grindvíkingar eru sumir orðnir þreyttir á hristingnum. 31.7.2022 18:28