Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, telur talsverðar líkur á norðurljósadýrð á gamlárskvöld. Mögulega megi sjá bæði björtustu og litríkustu norðurljósin sem sést hafa yfir landinu síðan í október. 30.12.2024 10:54
„Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að handfæraveiðar muni aldrei ógna fiskistofnum. Jafnvel þótt strandveiðar yrðu heimilaðar yfir lengra tímabil og veiðiheimildir ótakmarkaðar. Slíkar veiðar stjórnist af veðri, vindum og fiskgengd í sjónum og því þurfi að hans mati ekki að óttast fjölgun í greininni. Hann segist vongóður um að strandveiðar verði stundaðar í heila 48 daga á ári líkt og ný ríkisstjórn hefur boðaða, sama hvað fiskveiðimagninu líður. 30.12.2024 10:08
Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Töluverð snjókoma blasti við íbúum höfuðborgarsvæðisins í morgun en viðbúið er að þar hætti að snjóa þegar líða tekur á morguninn. Veðurstofa hvetur vegfarendur til að kynna sér fréttir af færð og veðri áður en lagt er af stað í ferðalög en nýfallin snjór og hvassviðri gæti til að mynda valdið skafrenningi og lélegu skyggni, einkum í kvöld og í fyrramálið. Hætt er við að vegir teppist, einkum á Snæfellsnesi og í Dölum og víðar á Vesturlandi. 30.12.2024 07:50
Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Ellefu ráðherrar tóku við lyklum að ráðuneytum sínum í dag. Það var gert ýmist með handaböndum eða faðmlögum. Í dag tók daginn að lengja á nýjan leik sem segja má að sé merki um nýtt upphaf þegar ráðherrar tóku við lyklum. 23.12.2024 00:30
Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Segja má að veðurspáin fyrir morgundaginn sé í ömurlegri kantinum, rigning og rok. Veðurfræðingur spáir þó hvítum jólum um mest allt land en spáin er varasöm á aðfangadag og viðbúið að færð verði slæm í einhverjum landshlutum. Gular veðurviðvaranir eru í gildi um mest allt landið í nótt og í fyrramálið og almannavarnir hvetja vegfarendur til að sýna aðgát þar sem færð getur spillst snögglega. 23.12.2024 00:10
Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Skrif ritstjóra Smartlands á mbl.is um klæðaburð Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, á Bessastöðum í gær hafa vakið mikla athygli og umtal meðal netverja. Ljóst er að ekki eru allir hrifnir af skrifum Smartlands sem sumir segja ósmekkleg, lágkúruleg og jafnvel gefið í skyn að þau beri vott um kvenfyrirlitningu. Smartland Mörtu Maríu veigrar sér ekki við að fjalla með fjölbreyttum, og jafnvel gagnrýnum hætti, um tísku og klæðaburð ráðamanna og annarra þjóðþekktra einstaklinga svo athygli hefur vakið. 22.12.2024 23:31
Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Dóttir knattspyrnukonunnar Elínar Mettu Jensen og Sigurðar Tómassonar, framkvæmdastjóra vaxtar og viðskiptaþróunar hjá Origo, er komin með nafn. Stúlkan fékk nafnið Magdalena Nordal. 22.12.2024 22:03
Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Það kemur á óvart að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar sé ekki meira afgerandi um aðgerðir í velferðarmálum miðað við þær áherslur sem flokkarnir héldu á lofti fyrir kosningar. Tvö risavaxin mál er hins vegar að finna í sáttmálanum, annars vegar um auðlindir og hins vegar um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. 22.12.2024 21:47
„Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu „Ég mun verða með aðhald í þinginu,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson um leið og hann færði nýjum fjármála- og efnahagsráðherra lyklavöld og blómvönd í ráðuneytinu í dag. Daði Már Kristófersson færði Sigurði Inga hins vegar lesefni, Álabókina eftir Patrik Svensson, sem er saga um „heimsins furðulegasta fisk,“ líkt og segir á kápu bókarinnar. „Ég vona að þú hafir jafn gaman að henni og ég hafði,“ sagði Daði. 22.12.2024 20:48
Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Fjöldi fólks lagði leið sína á Kaupvangstorg á Akureyri í dag þegar kirkjutröppurnar 112 voru opnaðar að nýju eftir umtalsverðar framkvæmdir og endurbyggingu trappanna. Tröppurnar hafa verið lagðar granítflísum og er nú hiti í öllum þrepum og stigapöllum. Þá hefur verið sett ný lýsing í handrið og á hliðarpósta. 22.12.2024 19:54
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent