Sárir páskaeggjaleitarar ekki farið með rétt mál Bæjarins Beztu Pylsur, sem sér um páskaeggjaleit í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum gefur lítið fyrir gagnrýni á framkvæmd hennar og segir hana hafa gengið vel. Eggin hafi nær ávallt dugað fram að lokun og rangt að þau hafi eitt sinn verið horfin um hádegisbil. Forstöðukona garðsins segir ungt starfsfólk hafa þurft að þola reiði og skammir að ósekju. 30.3.2024 14:04
Louis Gossett Jr. látinn Louis Gossett Jr., fyrsti svarti maðurinn til að hljóta Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki er látinn 87 ára að aldri. 30.3.2024 10:25
„Lifum á þýðingamestu tímum frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar“ Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands segir Evrópu vera á „fyrirstríðstímum“ og varar við því að Úkraína megi ekki lúta í lægra haldi fyrir Rússlandi. Heimsálfan eigi mikið undir og stríð ekki lengur draugar fortíðar. 30.3.2024 08:37
Bætir í ofankomu og viðbúið að færð versni Í dag er spáð norðaustan 10 til 18 metrum á sekúndu, en hvassara í vindstrengjum undir Vatnajökli. Él á Norður- og Austurlandi, en þurrt og bjart um landið sunnanvert. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust við suðurströndina yfir daginn. 30.3.2024 07:31
Þurfi að hafa samúð með starfsfólki Veðurstofunnar Jarðeðlisfræðingur segir greinilegt að fyrirvarinn á eldgosum í Sundhnjúkagígaröðinni fari minnkandi og merkin að verða ógreinilegri. Gossprungan milli Hagafells og Stóra-Skógfells opnaðist einungis örfáum mínútum eftir að Veðurstofan tilkynnti um aukna jarðskjálftavirkni og landbreytingar sem bentu til þess að kvikuhlaup gæti fljótlega hafist. 17.3.2024 13:24
Gýs á þremur stöðum og óvissa um styrk gasmengunar Verulega dró úr skjálftavirkni í nótt og mældist nánast engin skjálftavirkni eftir klukkan 3 til morguns. Þá dró einnig úr gósóróa og virkni á gossprungunni eftir því sem leið á nóttina. Gýs nú á þremur stöðum og er virkasti hluti sprungunnar austan við Sýlingarfell, en minni gosop norðar. 17.3.2024 12:27
Vaktin: Meiri gasmökkur nú en í öllum hinum gosunum Hraun flæðir enn frá eldgosi sem hófst milli Skógfells og Hagafells á níunda tímanum í gærkvöldi. Þó hefur dregið töluvert úr virkni og gosrennsli. 17.3.2024 06:58
Glæpahópar láti ljósmynda sig og flýi land með vasa fulla af seðlum Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir vasaþjófnað vaxandi vandamál sem ekki hafi þekkst hér fyrir örfáum árum. Ferðamálastofa varaði á dögunum við þjófum á vinsælum ferðamannastöðum þar sem fólk hafi tapað háum fjárhæðum. 16.3.2024 00:07
Mike Pence snýr enn bakinu í Trump Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna í ríkisstjórn Donald Trumps hyggst ekki styðja framboð hans til forseta að þessu sinni. 15.3.2024 23:32
Áhöfn seglskútu lýsti yfir neyðarástandi í hvassviðri Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Ísafirði og Bolungarvík voru kölluð út á fjórða tímanum í dag þegar áhöfn seglskútu tilkynnti að hún væri stjórnvana skammt undan Straumnesi á Vestfjörðum. 15.3.2024 19:56