Fréttamaður

Birgir Olgeirsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Smám saman dregið úr kvikuvirkni

Vísindamenn vita ekki að svo stöddu hvað veldur skjálftahrinu á Reykjanestá. Um er að ræða algengan skjálftastað og gæti hreinlega verið tilviljun að hún eigi sér stað á sama tíma og kvikuinnskot á sér stað á Reykjanesskaga.

Margir leita til heilsugæslunnar vegna riðutilfinningar

Margir hafa leitað til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna riðutilfinningar sem fylgir skjálftahrinunni á Reykjanesskaga. Forstjóri heilsugæslunnar segir þetta algengt í náttúruhamförum þar sem vöðvaspenna og svefntruflanir geti valdið ójafnvægi í líkamanum.

Tíu þúsund skjálftar frá því hrinan hófst á mið­viku­dag

„Það hafa verið rúmlega 700 skjálftar frá miðnætti og það er bara svipað og síðustu nætur. Við vorum að taka saman fjöldann, nú eru skjálftarnir komnir yfir tíu þúsund frá 24. febrúar,“ segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. 

Sjá meira