Engin salernisaðstaða við Kerið þrátt fyrir hagnað og ellefu ára gjaldtöku Þrátt fyrir að fyrrverandi og núverandi eigendur Kersins hafi tekið gjald af ferðamönnum í ellefu ár er ekki boðið upp á neina þjónustu á svæðinu eins og salernisaðstöðu. Forstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures segir fyrirhugað að reisa þjónustumiðstöð á svæðinu á næstu árum. 21.8.2024 13:16
Mikilvægt að bílastæðagjöld skili sér í þjónustu Bílastæðagjöld og aðgangseyrir að náttúruperlum skila eigendum gríðarlegum tekjum. Misjafnt er hvort eða hvernig rekstraraðilar ferðamannastaða nýta tekjur til uppbyggingar á aðstöðu. 20.8.2024 20:57
Stjórnlaus sprenging í bílastæðagjöldum við náttúruperlur Á fáeinum árum hefur orðið sprenging í bílastæðagjöldum við margar af helstu náttúruperlum landsins. Ferðamálastjóri segir stjórnleysi ríkja í málaflokknum og gjöldin leggist misvel í landann. Nauðsynlegt sé að koma böndum á þessa þróun. 19.8.2024 21:08
Eldglæringar milli VG og Sjálfstæðisflokks Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði að mati prófessors í stjórnmálafræði. Gríðarleg missklíð og jafnvel eldglæringar séu milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Búast megi við algjörri biðstöðu á Alþingi í vetur ákveði ríkisstjórnin að halda samstarfinu áfram. 19.8.2024 12:24
„Ég veit ekki hvort að ég sé sammála um að rokið sé auðlind“ Ríkisstjórnin afgreiddi í morgun þingsályktunartillögu og frumvarp umhverfisráðherra um uppbyggingu vindorku hér á landi. Formaður Vinstri grænna vill að vindorkuver verði í þjóðareign. 16.8.2024 21:58
„Það er komið að skuldadögum“ Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra telur of mikið hafa verið gert úr „meintum ágreiningi“ hans og formanns Vinstri grænna í vindorkumálum. 16.8.2024 15:52
Meiri tíðindi að stjórnin hafi lifað svo lengi Forsætisráðherra segir ummæli Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, um að útilokað sé að ríkisstjórnarsamstarfinu verði haldið áfram eftir næstu kosningar ekki valda neinum titringi innan stjórnarflokkanna. Sögulegt sé að þriggja flokka stjórn hafi náð að klára heilt kjörtímabil. 16.8.2024 12:23
Munaðarlaus álftarungi ætti að spjara sig Munaðarlaus álftarungi hefur vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en foreldrar hans hurfu á dularfullan hátt fyrir nokkrum vikum. Fuglafræðingur segir afar sjaldgæft að álftir yfirgefi ung afkvæmi sín á þennan hátt. Unginn virðist hins vegar ætla spjara sig og sækir í félagskap annarra fugla og manna. 15.8.2024 20:16
Skilur gagnrýni á háa orlofsgreiðslu Fyrrverandi borgarstjóri segist ekki hafa tekið fullt orlof í tíu ár sem útskýri tíu milljóna króna greiðslu til hans. Sömu reglur gildi um borgarstjóra og alla aðra starfsmenn Reykjavíkurborgar. 15.8.2024 12:21
Gaukarnir gista og fá snyrtingu Kona sem fékk sér páfagauk fyrir ári rekur nú fuglahótel þar sem gestir geta líka fengið gogg- og klóasnyrtingu. Sumir fuglar hafa verið það ánægðir með dvölina að þeir urðu eftir. Hótelstýran segir fuglaeigendur himinlifandi með þennan nýja valmöguleika. 14.8.2024 21:31