„Við erum ekki komin á húrrandi ferð niður Esjuna“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. október 2024 18:31 jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka, Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Hjalti Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í fyrsta skipti í fjögur ár í morgun, um 0,25 prósentur. Varaseðlabankastjóri segir að við séum þó ekki komin á húrrandi ferð niður Esjuna. Hagkerfið verði að hægja meira á sér eigi þróunin að halda áfram niður á við. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentstig í morgun en þeir höfðu fyrir þann tíma verið óbreyttir í rúmt ár. Þá er þetta í fyrsta skipti síðan 2020 sem bankinn ákveður að lækka vexti. Stýrivextir standa nú í 9 prósentum. Helvíti háir vextir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir merki um að hagkerfið sé að kólna. „Við erum að sjá hagkerfið hægja verulega á sér, við erum að sjá minni þenslu og verðbólgu minnka. Þannig að við teljum að þetta sé að ganga í rétta átt. Við erum náttúrulega búin að halda uppi verulegu vaxtaaðhaldi í rúmlega ár og það er að skila sér,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri lýsti einmitt stýrivöxtunum undanfarið svona á fundi peningastefnunefndar í morgun. „Getum við ekki verið sammála um að þetta séu helvíti háir vextir,“ sagði Ásgeir. Varfærið skref Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri varaði þó við of mikilli bjartsýni. „Það er rétt að ítreka það að nefndin er að taka varfærið skref. Það er alls ekki gefið að það verði vaxtalækkun á næsta fundi. Það fer algjörlega eftir því sem gerist milli funda. Við erum ekki kominn á húrrandi ferð niður Esjuna,“ sagði Rannveig. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir ljóst að Peningastefnunefnd hafi ekki verið einhuga í ákvörðun sinni. Hann telur þó að vaxtalækkunarferli bankans sé hafið. „Ég held að þessi orð Rannveigar endurspegli skoðanaskipti innan nefndarinnar. Við teljum þó að ferlið sé komið af stað. Gangi verðbólgan niður eins og við og Seðlabankinn er að spá og hægi áfram á efnahagsumsvifum þá eru meiri líkur en minni að við fáum aftur vaxtalækkun í nóvember,“ segir Jón. Verðbólga hefur að stórum hluta verið drifin áfram af hækkunum á fasteignamarkaði. Ásgeir telur merki um að hann sé að hægja á sér. „Um leið og hagkerfið hægir á sér, þessi mikla vinnuaflseftirspurn hættir að draga fólk til landsins og hærri vextir leiða til þess að það hægir á fasteignamarkaðnum þá má búast við hann fari leggja sitt að mörkum til verðstöðugleika,“ segir Ásgeir. Fólki er létt Hlutabréfamarkaður tók tíðindunum vel í dag. „Það er greinilega að fólki á mörkuðum er létt eins og reyndar flestum,“ segir Jón Bjarki Bentsson. Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentstig í morgun en þeir höfðu fyrir þann tíma verið óbreyttir í rúmt ár. Þá er þetta í fyrsta skipti síðan 2020 sem bankinn ákveður að lækka vexti. Stýrivextir standa nú í 9 prósentum. Helvíti háir vextir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir merki um að hagkerfið sé að kólna. „Við erum að sjá hagkerfið hægja verulega á sér, við erum að sjá minni þenslu og verðbólgu minnka. Þannig að við teljum að þetta sé að ganga í rétta átt. Við erum náttúrulega búin að halda uppi verulegu vaxtaaðhaldi í rúmlega ár og það er að skila sér,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri lýsti einmitt stýrivöxtunum undanfarið svona á fundi peningastefnunefndar í morgun. „Getum við ekki verið sammála um að þetta séu helvíti háir vextir,“ sagði Ásgeir. Varfærið skref Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri varaði þó við of mikilli bjartsýni. „Það er rétt að ítreka það að nefndin er að taka varfærið skref. Það er alls ekki gefið að það verði vaxtalækkun á næsta fundi. Það fer algjörlega eftir því sem gerist milli funda. Við erum ekki kominn á húrrandi ferð niður Esjuna,“ sagði Rannveig. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir ljóst að Peningastefnunefnd hafi ekki verið einhuga í ákvörðun sinni. Hann telur þó að vaxtalækkunarferli bankans sé hafið. „Ég held að þessi orð Rannveigar endurspegli skoðanaskipti innan nefndarinnar. Við teljum þó að ferlið sé komið af stað. Gangi verðbólgan niður eins og við og Seðlabankinn er að spá og hægi áfram á efnahagsumsvifum þá eru meiri líkur en minni að við fáum aftur vaxtalækkun í nóvember,“ segir Jón. Verðbólga hefur að stórum hluta verið drifin áfram af hækkunum á fasteignamarkaði. Ásgeir telur merki um að hann sé að hægja á sér. „Um leið og hagkerfið hægir á sér, þessi mikla vinnuaflseftirspurn hættir að draga fólk til landsins og hærri vextir leiða til þess að það hægir á fasteignamarkaðnum þá má búast við hann fari leggja sitt að mörkum til verðstöðugleika,“ segir Ásgeir. Fólki er létt Hlutabréfamarkaður tók tíðindunum vel í dag. „Það er greinilega að fólki á mörkuðum er létt eins og reyndar flestum,“ segir Jón Bjarki Bentsson.
Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira