varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fyrr­verandi for­sætis­ráð­herra Kanada látinn

Brian Mulroney, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, er látinn, 84 ára að aldri. Hann var um árabil formaður kanadíska Íhaldsflokksins og gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 1984 til 1993.

Bein út­sending: Stækkaðu fram­tíðina

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, munu á blaðamannafundi kynna nýtt verkefni sem verið er að setja af stað í menntakerfinu og ber heitið Stækkaðu framtíðina.

Hairy Bikers-stjarna látin

Breski sjónvarpsmaðurinn Dave Myers, sem þekktastur er fyrir að vera annar hluti tvíeykisins Loðnu bifhjólamennirnir, eða Hairy Bikers, er látinn. Hann lést af völdum krabbameins, 66 ára gamall.

Samið um flug til Eyja og Húsa­víkur út mars

Vegagerðin hefur samið við flugfélagið Mýflug um flug frá Reykjavík til Vestmannaeyja og einnig til Húsavíkur út mars. Flognar verða fjórar ferðir í viku á tímabilinu 1. mars til 31. mars.

Hafa fundið mikið magn nikkels og kopars á Suður-Græn­landi

Amaroq Minerals Ltd. hefur fundið umfangsmikið magn nikkels og kopars við leit í Stendalen á Suður-Grænlandi. Er um að ræða 140 metra þykkt lag af því sem kallað er „disseminated“ kviku súlfíð sem inniheldur kopar, nikkel og kóbalt. Efnin fundust í stóru innskoti í tilraunaborholu í Stendalen.

Sjá meira