„Eini glæpur okkar var sá að verða ástfangin“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. október 2024 07:00 Stefán segist muna vel eftir augnablikinu þar sem hann hafi áttað sig á því að hann væri ástfanginn af Söru Lind. Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segist muna vel eftir því þegar hann kynntist eiginkonu sinni Söru Lind Guðbergsdóttur þegar þau störfuðu bæði hjá VR. Hann segist enn þann dag í dag þurfa að svara ósannindum um það hvernig honum hafi dottið í hug að ráða eiginkonu sína í vinnu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Stefán er gestur. Þar ræðir Stefán meðal annars æskuna úti á landi, árin í Versló og árin tvö frá 2011 til 2013 sem hann var formaður VR. Hann segir Ragnar Þór Ingólfsson núverandi formann meðal þeirra sem hafi dregið þá mynd upp af þeim hjónum að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað þegar þau kynntust. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Ekki hægt að ákveða að verða ástfanginn Stefán segir frá því í Einkalífinu þegar hann kynntist eiginkonu sinni Söru Lind Guðbergsdóttur á árum sínum í VR eftir að hún var ráðin þar til starfa árið 2012. Hann viðurkennir að það sé ekki heppilegt þegar ástarsambönd verði til inni á vinnustöðum. „Og hvað þá þegar það eru yfirmenn og undirmenn og annað í þeim dúr og það er alveg rétt og það veldur oft miklum erfiðleikum en svo gerist lífið bara. Það að vera ástfanginn er ekki ákvörðun, þú vaknar ekki einn daginn og segir: „Nú ætla ég að verða ástfanginn af honum Oddi.“ Það bara gerist.“ Stefán segist muna vel eftir augnablikinu þegar hann áttaði sig á því að hann væri ástfanginn af Söru. Hann segist hafa hafa kallað starfsfólk á sal og tilkynnt þeim um ráðahaginn. Þar hafi hann farið yfir málin í hreinskilni með starfsfólkinu. „Það sem að óvandaðir menn gerðu, meðal annars núverandi formaður VR sem fór mjög harkalega gegn okkur og hefur lengi haldið uppi óhróðri í okkar garð, með fulltingi manna eins og Reynis Traustasonar og Inga Freys Vilhjálmssonar, slíkra manna, hugsaðu þér félagsskapinn, þeir hafa stundað það allar götur síðan að draga upp þá mynd af okkur að við séum óheiðarlegt fólk sem höfum gert þarna eitthvað misjafnt. Þegar eini glæpur okkar var sá að verða ástfangin.“ Enn spurður í dag um hið rétta Stefán segir að enn þann dag í dag, meira en tíu árum síðar, sé hann spurður að því, af stöku leigubílstjóra sem dæmi, hvernig honum hafi dottið í hug að ráða konuna sína í vinnu. Hann þurfi síendurtekið að útskýra hið rétta í málinu. „Það segir ýmislegt um það að ef að menn halda uppi lygaáróðri gegn fólki viðstöðulaust og alveg blákalt, að þá getur verið erfitt að hrekja það eða dusta það af sér. En það skiptir okkur ekki neinu máli, við höfum fyrir löngu gert þetta upp og vitum alveg hvað er satt í þessu máli og það er það sem skiptir máli.“ Stefán segir einfaldlega allt hafa dregið sig að Söru. Hún sé bráðvel gefin, stórglæsileg og stórskemmtileg. „Kannski eina stóra spurningin í þessu er, hvernig í ósköpunum henni datt í hug að opna á þennan möguleika!“ segir Stefán hlæjandi. Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Ástin og lífið Mest lesið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Lífið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Menning Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Lífið Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Stefán er gestur. Þar ræðir Stefán meðal annars æskuna úti á landi, árin í Versló og árin tvö frá 2011 til 2013 sem hann var formaður VR. Hann segir Ragnar Þór Ingólfsson núverandi formann meðal þeirra sem hafi dregið þá mynd upp af þeim hjónum að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað þegar þau kynntust. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Ekki hægt að ákveða að verða ástfanginn Stefán segir frá því í Einkalífinu þegar hann kynntist eiginkonu sinni Söru Lind Guðbergsdóttur á árum sínum í VR eftir að hún var ráðin þar til starfa árið 2012. Hann viðurkennir að það sé ekki heppilegt þegar ástarsambönd verði til inni á vinnustöðum. „Og hvað þá þegar það eru yfirmenn og undirmenn og annað í þeim dúr og það er alveg rétt og það veldur oft miklum erfiðleikum en svo gerist lífið bara. Það að vera ástfanginn er ekki ákvörðun, þú vaknar ekki einn daginn og segir: „Nú ætla ég að verða ástfanginn af honum Oddi.“ Það bara gerist.“ Stefán segist muna vel eftir augnablikinu þegar hann áttaði sig á því að hann væri ástfanginn af Söru. Hann segist hafa hafa kallað starfsfólk á sal og tilkynnt þeim um ráðahaginn. Þar hafi hann farið yfir málin í hreinskilni með starfsfólkinu. „Það sem að óvandaðir menn gerðu, meðal annars núverandi formaður VR sem fór mjög harkalega gegn okkur og hefur lengi haldið uppi óhróðri í okkar garð, með fulltingi manna eins og Reynis Traustasonar og Inga Freys Vilhjálmssonar, slíkra manna, hugsaðu þér félagsskapinn, þeir hafa stundað það allar götur síðan að draga upp þá mynd af okkur að við séum óheiðarlegt fólk sem höfum gert þarna eitthvað misjafnt. Þegar eini glæpur okkar var sá að verða ástfangin.“ Enn spurður í dag um hið rétta Stefán segir að enn þann dag í dag, meira en tíu árum síðar, sé hann spurður að því, af stöku leigubílstjóra sem dæmi, hvernig honum hafi dottið í hug að ráða konuna sína í vinnu. Hann þurfi síendurtekið að útskýra hið rétta í málinu. „Það segir ýmislegt um það að ef að menn halda uppi lygaáróðri gegn fólki viðstöðulaust og alveg blákalt, að þá getur verið erfitt að hrekja það eða dusta það af sér. En það skiptir okkur ekki neinu máli, við höfum fyrir löngu gert þetta upp og vitum alveg hvað er satt í þessu máli og það er það sem skiptir máli.“ Stefán segir einfaldlega allt hafa dregið sig að Söru. Hún sé bráðvel gefin, stórglæsileg og stórskemmtileg. „Kannski eina stóra spurningin í þessu er, hvernig í ósköpunum henni datt í hug að opna á þennan möguleika!“ segir Stefán hlæjandi. Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Ástin og lífið Mest lesið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Lífið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Menning Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Lífið Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Sjá meira