Lét gamminn geisa eftir leik og fordæmdi „fáránlega“ meðferð á Maguire Gareth Southgate, landsliðsþjálfari enska landsliðsins í fótbolta, er allt annað en sáttur með þá umræðu sem hefur verið og er í gangi í kringum enska landsliðsmiðvörðinn Harry Maguire. 13.9.2023 07:31
Ljósleiðaradeildin: Ríkjandi meistarar mæta til leiks í kvöld og er ekki spáð titlinum Ljósleiðaradeildin í CS:GO hefst í kvöld með tveimur viðureignum. Samkvæmt spánni fyrir komandi tímabil munu ríkjandi stórmeistarar í liði Atlantic ekki verja titil sinn en liðið mætir fyrrum liðsfélaga í viðureign sinni gegn Tension í kvöld. 12.9.2023 17:00
Tímabilinu lokið hjá Rodgers: Sleit hásin gegn Bills Aaron Rodgers, leikstjórnandi NFL liðsins New York Jets, sleit hásin í fyrsta leik liðsins á yfirstandandi tímabili gegn Buffalo Bills í nótt og verður frá út tímabilið. Þetta herma heimildir ESPN. 12.9.2023 16:14
Leitar eftir stuðningi Hamilton í máli sem gæti tekið af honum heimsmeistaratitil Fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn, Brasilíumaðurinn Felipe Massa, biðlar til sjöfalda heimsmeistarans Lewis Hamilton að beita sér í máli sem kennt er við Crashgate skandalinn í mótaröðinni tímabilið 2008, tímabilið sem Hamilton vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil, og sýna það í verki að hann tali fyrir heilindum í íþróttum í máli sem gæti endað með því að hann myndi missa einn af sínum sjö heimsmeistaratitlum. 12.9.2023 15:31
„Erum með leikmenn sem munu fá fólk til að rísa úr sætum sínum“ Davíð Snorri Jónasson, þjálfari u21 árs landsliðs Íslands í fótbolta er bjartsýnn fyrir komandi verkefni liðsins í undankeppni EM 2025 sem hefst í dag með heimaleik gegn Tékklandi. Hann vill að leikmenn sýni þjóðinni hvað það þýði fyrir þá að spila fyrir Íslands hönd. 12.9.2023 15:00
Landsliðsmenn mættust í Besta þættinum Þáttur fjögur af Besta þættinum er kominn út en þar mættust landsliðsmennirnir Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Ingvi Traustason í skemmtilegri viðureign á milli Fram og Keflvíkur. Með Herði var bróðir hans Hlynur Atli Magnússon fyrirliði Fram og með Arnóri var Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur. 12.9.2023 13:16
Lúkas um vélmennið hann föður sinn: „Veit ekki hvernig hann fer að þessu“ Lúkas Petersson, markvörður íslenska u21 árs landsliðsins í fótbolta og þýska félagsins Hoffenheim, er að upplifa sérstaka tíma í Þýskalandi núna. Hann býr nú þar einn eftir að fjölskylda hans fluttist búferlum heim til Íslands þar sem að Alexander Petersson, faðir Lúkasar spilar með handboltaliði Vals. 12.9.2023 11:01
Kristall hefur fundið fegurðina í boltanum á nýjan leik eftir krefjandi tíma Kristall Máni Ingason, leikmaður u-21 árs landsliðs Íslands í fótbolta, hefur fundið fegurðina í fótboltanum á nýjan leik í herbúðum Sønderjyske eftir krefjandi tíma hjá Rosenborg. Kristall verður í eldlínunni með u-21 árs landsliðinu síðar í dag þegar liðið tekur á móti Tékklandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2025 á Víkingsvelli. 12.9.2023 09:30
Myndaveisla frá glæstum sigri Íslands á Bosníu í gær Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann í gærkvöld dramatískan 1-0 sigur á landsliði Bosníu & Herzegovinu í leik liðanna í undankeppni EM 2024. Alfreð Finnbogason skoraði eina mark leiksins í uppbótatíma seinni hálfleiks. 12.9.2023 07:30
Hefja rannsókn á máli Rubiales sem er sakaður um kynferðislega áreitni Sett hefur verið á laggirnar rannsókn á fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins Luis Rubiales. 12.9.2023 07:01