Einar þakklátur Guðmundi: „Hefur kennt mér svo mikið“ Einar Þorsteinn Ólafsson er að upplifa draum sinn sem atvinnumaður í handbolta. Hann er leikmaður bronsliðs Fredericia í Danmörku og spilar þar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Þá gæti hann í næsta mánuði spilað sína fyrstu A-landsleiki fyrir Íslands hönd. 24.10.2023 08:30
„Er þetta það sem við viljum? Að búa til stærri og meiri skrímsli“ Óljóst er á þessari stundu hvenær Gunnar Nelson stígur á ný inn í bardagabúrið á vegum UFC og segir hann nýjustu vendingar hjá sambandinu, er snúa að viðskilnaði við bandaríska lyfjaeftirlitið (USADA) ekki vera skemmtilegar fréttir. 24.10.2023 07:31
Systkini gera það gott hjá Stjörnunni og eiga ekki langt að sækja hæfileikana Systkini að Vestan eru að vekja töluverða athygli í Subway deildunum í körfubolta núna í upphafi tímabils með liðum Stjörnunnar. Þau Kolbrún María og Ásmundur Múli koma af miklu körfuboltaheimili og stefna langt í íþróttinni. 21.10.2023 09:01
Kane komið vel inn í hlutina í Grindavík: „Þurfum að gera þetta með honum“ Grindavík tekur á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Tindastóls í kvöld. Grindvíkingar eru á heimavelli en koma inn í leik kvöldsins án sigurs í fyrstu tveimur umferðunum. Andstæðingur kvöldsins gæti ekki verið stærri. Íslandsmeistararnir frá Sauðárkróki hafa unnið báða leiki sína til þessa í deildinni en Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga er spenntur fyrir áskorun kvöldsins og fer fögrum orðum um nýjustu viðbót liðsins. 20.10.2023 14:01
Ákvörðun stjórnar UMFN standist engin lög: „Vanvirðing við iðkendur“ Formaður Glímusambands Íslands, Margrét Rún Rúnarsdóttir, segir ákvörðun aðalstjórnar Ungmennafélags Njarðvíkur þess efnis að leggja niður glímudeild félagsins, á skjön við öll lög og reglugerðir. Vinnubrögðin sem aðalstjórn UMFN viðhafi sýni af sér vanvirðingu við iðkendur og íþróttina í heild sinni. 20.10.2023 09:30
UEFA hafnaði beiðni Blika og KSÍ: „Það eru ákveðin vonbrigði“ Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA) hafnaði sameiginlegri beiðni knattspyrnudeildar Breiðabliks og KSÍ um að færa síðasta heimaleik liðsins í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu út fyrir landsteinana. Formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, Flosi Eiríksson, segir höfnun UEFA vissulega vonbrigði. Hann treystir þó á að Laugardalsvöllur verði í leikhæfu ástandi er Breiðablik tekur á móti Maccabi Tel Aviv í lok nóvember. 20.10.2023 07:31
Leik Njarðvíkur og Hattar frestað til morguns Leik Njarðvíkur og Hattar, sem var á dagskrá Subway deildar karla í körfubolta í kvöld, hefur verið frestað vegna veðurs. 19.10.2023 14:58
UEFA grípur inn í og frestar leik hjá mótherjum Breiðabliks Evrópska knattspyrnusambandið hefur fresta leik ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv við Zorya Luhansk frá Úkraínu í Sambandsdeild Evrópu vegna ólgunnar í Ísrael og Palestínu. 19.10.2023 13:49
Bianca brýtur blað í sögu Formúlu 1 liðs McLaren Hin 18 ára gamla Bianca Bustamante verður fyrsti kvenkyns þróunarökumaður Formúlu 1 liðs McLaren. Þetta kemur fram í tilkynningu frá liðinu. 19.10.2023 13:02
McGregor ekki ákærður fyrir kynferðisbrot Írski UFC bardagakappinn Conor McGregor verður ekki ákærður í máli þar sem hann var sakaður um kynferðisbrot á leik í NBA deildinni í Flórída í júní fyrr á þessu ári. 19.10.2023 12:30