Kane komið vel inn í hlutina í Grindavík: „Þurfum að gera þetta með honum“ Aron Guðmundsson skrifar 20. október 2023 14:01 Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur er virkilega ánægður með það hvernig stjörnuleikmaðurinn DeAndre Kane hefur komið inn í lið Grindavíkur Vísir/Samsett mynd Grindavík tekur á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Tindastóls í kvöld. Grindvíkingar eru á heimavelli en koma inn í leik kvöldsins án sigurs í fyrstu tveimur umferðunum. Andstæðingur kvöldsins gæti ekki verið stærri. Íslandsmeistararnir frá Sauðárkróki hafa unnið báða leiki sína til þessa í deildinni en Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga er spenntur fyrir áskorun kvöldsins og fer fögrum orðum um nýjustu viðbót liðsins. „Ég er bara spenntur fyrir þessu. Íslandsmeistararnir að mæta í heimsókn. Þeir eru taplausir til þessa á meðan að við höfum tapað báðum leikjunum okkar. Við ætlum okkur ekkert að gefa eitthvað eftir í þessu. Við munum mæta klárir til leiks og gefa þeim alvöru leik,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Þú og þínir samherjar væntanlega ekki sáttir með að vera búnir að tapa báðum leikjum ykkar til þessa. Hvernig horfir þessi leikur við þér? „Við erum, þrátt fyrir allt, bara fullir bjartsýni. Fyrsti leikurinn okkar á tímabilinu, gegn Hetti, var arfaslakur af okkar hálfu. Þar komumst við þó á ákveðið skrið í síðari hálfleik og svo á móti Álftanesi vorum við aftur slakir í fyrri hálfleik og grófum okkur holu sem við reyndum síðan að koma okkur upp úr. Við vorum ansi nálægt því að gera það en það hafðist ekki.“ Tilfinningin hjá Grindvíkingum sé sú þannig að þrátt fyrir þessi tvö töp sé leikur liðsins á réttri leið. „Þá horfi ég sérstaklega til beggja seinni hálfleikjanna í þessum tveimur leikjum. Þetta hefur verið á réttri leið hjá okkur. Stemningin í leikmannahópnum er flott. Það er ekkert panikk á okkur enda bara tveir leikir búnir af tímabilinu. Við höldum bara áfram að reyna verða betri frá degi til dags. Koma nýja manninum betur inn í okkar leik og erum fullir sjálfstrausts fyrir leikinn í kvöld.“ „Hann er kominn hingað til að gera okkur betri sem lið“ Ólafur snertir á „nýja manninum“ í liði Grindavíkur. Þar er um að ræða DeAndre Kane sem mikið hefur verið fjallað um upp á síðkastið enda ekki á hverjum degi sem erlendur leikmaður með sambærilega ferilskrá og hann endar í efstu deild hér á landi. „Ég sagði það við strákana í gær að við þyrftum að passa okkur á því að vera ekki einhverjir áhorfendur þótt að við séum komnir með leikmann í okkar lið sem er alveg rosalega góður í körfubolta. Hann er ekki kominn hingað til að vera með einhverja sýningu fyrir okkur. Hann er kominn hingað til að gera okkur betri sem lið. „Ég hef séð það bara á æfingum undanfarið að Kane gefur sér tíma til að leiðbeina yngri leikmönnum sem og okkar reyndari leikmönnum. Þetta er náttúrulega leikmaður sem hefur spilað á hæsta gæðastigi í sterkum deildum, hann kann þennan leik út í gegn og hjálpar okkur helling. Við förum með hellings sjálfstraust inn í okkar leiki vitandi af því að við erum með svona góðan leikmann innan okkar raða. Miðað við það hvernig hann hefur hagað sér frá því að hann kom til okkar. Hvernig hann fellur inn í hópinn. Er bara geggjað að sjá. Ég, og við allir, erum bara spenntir fyrir framhaldinu. Við þurfum að gera þetta með honum, ekki bara bíða eftir því að hann geri allt fyrir okkur. Ef við gerum það þá eiga góðir hlutir eftir að gerast.“ Það hefur náttúrulega verið mikil athygli í kringum komu Kane hingað til lands. Er það að koma þér á óvart hvernig hann hefur komið inn í hlutina hjá ykkur? „Maður heyrði fyrst af því í fyrra að hann gæti verið á leið til okkar og þá gerðist það ekki. Allt þetta ferli í kringum mögulega komu hans hefur verið ákveðin rússíbanareið. Ég sagði alltaf sjálfur að ég myndi ekki trúa því að hann væri á leið til okkar fyrr en ég myndi taka í höndina á honum hér í Grindavík. Það er búið að gerast og auðvitað voru einhverjar efasemdaraddir á lofti um það hvernig hann myndi falla inn í þetta hjá okkur. Hvort hann væri mögulega of stórt nafn fyrir félag eins og Grindavík en hann er ekkert nema eðalnáungi.“ DeAndre Kane spilaði sinn fyrsta leik fyrir Grindavík á dögunumVísir / Anton Brink „Hann fer út að borða með ungu leikmönnum okkar, gefur mikið af sér og er alltaf að hringja í leikmenn og biðja þá um að gera eitthvað með sér. Hann er mikil félagsvera, geggjaður í hóp og vill bara vinna. Það er bara þannig og við erum í þessu til að vinna og vonandi náum við að koma fyrsta sigrinum í hús í kvöld.“ Spenntur fyrir slagnum við „stóra manninn“ Talandi um að reyna koma fyrsta sigrinum í hús í kvöld. Hvar mun rauði þráðurinn í þeim leik liggja hjá ykkur? Hvað þurfið þið að einblína á til þess að ná þessum fyrsta sigri? „Varnarlega þurfum við að vera mjög samstilltir, gera allt saman. Þurfum að beita réttu færslunum í vörninni. Við erum minni og þurfum því allir að stíga út, allir að hjálpast að í vörninni og ná boltanum eftir að þeir taka skot. Það er ekki nóg að halda bara að ég taki öll fráköstin eða þá að Kane taki þau og taki á rás. Við þurfum allir að hjálpast að. Tindastóll er með hæð á okkur, sérstaklega í center stöðunni. Það verður bara stemning í því að fá að slást við stóra strákinn þeirra undir körfunni. Ég er bara spenntur fyrir því.“ Leikur Grindavíkur og Tindastóls hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
„Ég er bara spenntur fyrir þessu. Íslandsmeistararnir að mæta í heimsókn. Þeir eru taplausir til þessa á meðan að við höfum tapað báðum leikjunum okkar. Við ætlum okkur ekkert að gefa eitthvað eftir í þessu. Við munum mæta klárir til leiks og gefa þeim alvöru leik,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Þú og þínir samherjar væntanlega ekki sáttir með að vera búnir að tapa báðum leikjum ykkar til þessa. Hvernig horfir þessi leikur við þér? „Við erum, þrátt fyrir allt, bara fullir bjartsýni. Fyrsti leikurinn okkar á tímabilinu, gegn Hetti, var arfaslakur af okkar hálfu. Þar komumst við þó á ákveðið skrið í síðari hálfleik og svo á móti Álftanesi vorum við aftur slakir í fyrri hálfleik og grófum okkur holu sem við reyndum síðan að koma okkur upp úr. Við vorum ansi nálægt því að gera það en það hafðist ekki.“ Tilfinningin hjá Grindvíkingum sé sú þannig að þrátt fyrir þessi tvö töp sé leikur liðsins á réttri leið. „Þá horfi ég sérstaklega til beggja seinni hálfleikjanna í þessum tveimur leikjum. Þetta hefur verið á réttri leið hjá okkur. Stemningin í leikmannahópnum er flott. Það er ekkert panikk á okkur enda bara tveir leikir búnir af tímabilinu. Við höldum bara áfram að reyna verða betri frá degi til dags. Koma nýja manninum betur inn í okkar leik og erum fullir sjálfstrausts fyrir leikinn í kvöld.“ „Hann er kominn hingað til að gera okkur betri sem lið“ Ólafur snertir á „nýja manninum“ í liði Grindavíkur. Þar er um að ræða DeAndre Kane sem mikið hefur verið fjallað um upp á síðkastið enda ekki á hverjum degi sem erlendur leikmaður með sambærilega ferilskrá og hann endar í efstu deild hér á landi. „Ég sagði það við strákana í gær að við þyrftum að passa okkur á því að vera ekki einhverjir áhorfendur þótt að við séum komnir með leikmann í okkar lið sem er alveg rosalega góður í körfubolta. Hann er ekki kominn hingað til að vera með einhverja sýningu fyrir okkur. Hann er kominn hingað til að gera okkur betri sem lið. „Ég hef séð það bara á æfingum undanfarið að Kane gefur sér tíma til að leiðbeina yngri leikmönnum sem og okkar reyndari leikmönnum. Þetta er náttúrulega leikmaður sem hefur spilað á hæsta gæðastigi í sterkum deildum, hann kann þennan leik út í gegn og hjálpar okkur helling. Við förum með hellings sjálfstraust inn í okkar leiki vitandi af því að við erum með svona góðan leikmann innan okkar raða. Miðað við það hvernig hann hefur hagað sér frá því að hann kom til okkar. Hvernig hann fellur inn í hópinn. Er bara geggjað að sjá. Ég, og við allir, erum bara spenntir fyrir framhaldinu. Við þurfum að gera þetta með honum, ekki bara bíða eftir því að hann geri allt fyrir okkur. Ef við gerum það þá eiga góðir hlutir eftir að gerast.“ Það hefur náttúrulega verið mikil athygli í kringum komu Kane hingað til lands. Er það að koma þér á óvart hvernig hann hefur komið inn í hlutina hjá ykkur? „Maður heyrði fyrst af því í fyrra að hann gæti verið á leið til okkar og þá gerðist það ekki. Allt þetta ferli í kringum mögulega komu hans hefur verið ákveðin rússíbanareið. Ég sagði alltaf sjálfur að ég myndi ekki trúa því að hann væri á leið til okkar fyrr en ég myndi taka í höndina á honum hér í Grindavík. Það er búið að gerast og auðvitað voru einhverjar efasemdaraddir á lofti um það hvernig hann myndi falla inn í þetta hjá okkur. Hvort hann væri mögulega of stórt nafn fyrir félag eins og Grindavík en hann er ekkert nema eðalnáungi.“ DeAndre Kane spilaði sinn fyrsta leik fyrir Grindavík á dögunumVísir / Anton Brink „Hann fer út að borða með ungu leikmönnum okkar, gefur mikið af sér og er alltaf að hringja í leikmenn og biðja þá um að gera eitthvað með sér. Hann er mikil félagsvera, geggjaður í hóp og vill bara vinna. Það er bara þannig og við erum í þessu til að vinna og vonandi náum við að koma fyrsta sigrinum í hús í kvöld.“ Spenntur fyrir slagnum við „stóra manninn“ Talandi um að reyna koma fyrsta sigrinum í hús í kvöld. Hvar mun rauði þráðurinn í þeim leik liggja hjá ykkur? Hvað þurfið þið að einblína á til þess að ná þessum fyrsta sigri? „Varnarlega þurfum við að vera mjög samstilltir, gera allt saman. Þurfum að beita réttu færslunum í vörninni. Við erum minni og þurfum því allir að stíga út, allir að hjálpast að í vörninni og ná boltanum eftir að þeir taka skot. Það er ekki nóg að halda bara að ég taki öll fráköstin eða þá að Kane taki þau og taki á rás. Við þurfum allir að hjálpast að. Tindastóll er með hæð á okkur, sérstaklega í center stöðunni. Það verður bara stemning í því að fá að slást við stóra strákinn þeirra undir körfunni. Ég er bara spenntur fyrir því.“ Leikur Grindavíkur og Tindastóls hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira