Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Franska undrið stimplaði sig inn í NBA deildina

Það ríkti mikil eftir­vænting meðal körfu­bolta­á­huga­fólks fyrir leik San Antonio Spurs og Dallas Ma­vericks í 1. um­ferð NBA deildarinnar í nótt. Um var að ræða fyrsta NBA leik Victor Wembanyama, leikmanns Spurs, sem mikils er ætlast til af í deildinni.

Fram muni rísa á ný: „Árangurinn kemur ef menn leggja á sig mikla vinnu“

Rúnar Kristins­son skrifaði undir þriggja ára samning við Fram í gær og tekur við stöðu þjálfara karla­liðs fé­lagsins í fót­bolta. Rúnar sér mikla mögu­leika í liði Fram sem stefnir hærra en árangur liðsins hefur verið undan­farin ár. Fé­lagið muni rísa aftur upp en árangur muni ekki nást nema menn leggi á sig mikla vinnu.

Sandra María í­hugar næstu skref: „Skoða allt sem kemur upp á borðið“

Ó­víst er hvar Sandra María Jes­sen, leik­maður Þór/KA og ís­lenska kvenna­lands­liðsins í fót­bolta spilar á næsta tíma­bili. Hún er nú í því, á­samt um­boðs­manni sínum að skoða hvaða kostir eru í boði. Bæði hér á landi sem og er­lendis. Hún skoðar allt sem kemur upp á borðið.

Álfta­nes leikur til styrktar Ljósinu: „Viljum nýta þá at­hygli sem okkur er veitt til góðs“

Ljósið og körfu­knatt­leiks­deild Álfta­ness hafa fram­lengt sam­starf sitt sem hófst á síðasta keppnis­tímabili. Mark­mið sam­starfsins er að auka vitund á starf­semi sam­takanna og fjölga svo­kölluðum Ljósa­vinum. Í því til­efni er boðað til góð­gerða­leiks næst­komandi fimmtu­dag, þegar liðið tekur á móti Njarð­víkingum í For­seta­höllinni.

Anni­e greinir frá fjar­veru sinni með söknuði

Ís­lenska Cross­fit goð­sögnin Anni­e Mist Þóris­dóttir og unnusti hennar Frederik Ægidius eiga von á sínu öðru barni saman. Frá þessu greindi Anni­e á sam­fé­lags­miðlum í gær og nú hefur hún greint frá því að hún muni ekki taka þátt á risa­móti í Cross­fit heiminum sem fer fram um komandi helgi.

Sjá meira