Franska undrið stimplaði sig inn í NBA deildina Það ríkti mikil eftirvænting meðal körfuboltaáhugafólks fyrir leik San Antonio Spurs og Dallas Mavericks í 1. umferð NBA deildarinnar í nótt. Um var að ræða fyrsta NBA leik Victor Wembanyama, leikmanns Spurs, sem mikils er ætlast til af í deildinni. 26.10.2023 08:16
Karlmaður sakar Howard um kynferðisbrot, misþyrmingu og frelsissviptingu Fyrrum NBA stjarnan Dwight Howard neitar ásökunum um kynferðisbrot, misþyrmingu og frelsisviptingu á manni í úthverfi Atlanta árið 2021. 26.10.2023 07:55
Fram muni rísa á ný: „Árangurinn kemur ef menn leggja á sig mikla vinnu“ Rúnar Kristinsson skrifaði undir þriggja ára samning við Fram í gær og tekur við stöðu þjálfara karlaliðs félagsins í fótbolta. Rúnar sér mikla möguleika í liði Fram sem stefnir hærra en árangur liðsins hefur verið undanfarin ár. Félagið muni rísa aftur upp en árangur muni ekki nást nema menn leggi á sig mikla vinnu. 26.10.2023 07:30
Sandra María íhugar næstu skref: „Skoða allt sem kemur upp á borðið“ Óvíst er hvar Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA og íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta spilar á næsta tímabili. Hún er nú í því, ásamt umboðsmanni sínum að skoða hvaða kostir eru í boði. Bæði hér á landi sem og erlendis. Hún skoðar allt sem kemur upp á borðið. 25.10.2023 16:05
Álftanes leikur til styrktar Ljósinu: „Viljum nýta þá athygli sem okkur er veitt til góðs“ Ljósið og körfuknattleiksdeild Álftaness hafa framlengt samstarf sitt sem hófst á síðasta keppnistímabili. Markmið samstarfsins er að auka vitund á starfsemi samtakanna og fjölga svokölluðum Ljósavinum. Í því tilefni er boðað til góðgerðaleiks næstkomandi fimmtudag, þegar liðið tekur á móti Njarðvíkingum í Forsetahöllinni. 24.10.2023 16:30
Mikael í liði umferðarinnar í Danmörku og er hrósað hástert Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Mikael Neville Anderson er í liði umferðarinnar í dönsku úrvalsdeildinni eftir skínandi frammistöðu sína í leik liðsins gegn Lyngby á dögunum. 24.10.2023 15:00
Gleðitár streymdu niður kinnar Garcia sem braut blað í sögu mótorsports Hin spænska Marta Garcia er fyrsti meistarinn í flokki ökumanna í sögu F1 Academy og segir hún það hafa verið tilfinningaþrungna stund að koma í mark í Austin um nýliðna helgi þar sem meistaratitillinn var tryggður. 24.10.2023 12:00
Annie greinir frá fjarveru sinni með söknuði Íslenska Crossfit goðsögnin Annie Mist Þórisdóttir og unnusti hennar Frederik Ægidius eiga von á sínu öðru barni saman. Frá þessu greindi Annie á samfélagsmiðlum í gær og nú hefur hún greint frá því að hún muni ekki taka þátt á risamóti í Crossfit heiminum sem fer fram um komandi helgi. 24.10.2023 10:01
Fjögur íslensk lið í pottinum er dregið var í 32-liða úrslit Evrópubikarsins Dregið var í 32-liða úrslit Evrópubikarkeppni karla í handbolta núna í morgun og voru þar fjögur íslensk lið í pottinum. 24.10.2023 09:30
Í skugga kvíða og þunglyndis leitaði Halldór í áfengi: „Þangað til það sprakk“ Íslenski snjóbrettakappinn Halldór Helgason, sem hefur um áraraðir verið einn fremsti snjóbrettamaður heims, hefur greint frá erfiðri upplifun sinni af kvíða og þunglyndi sem orsökuðu það að hann leitaði í enn ríkari máli í áfengi. 24.10.2023 09:01