Franska undrið stimplaði sig inn í NBA deildina Aron Guðmundsson skrifar 26. október 2023 08:16 Wembanyama fékk höfðinglegar móttökur fyrir sinn fyrsta NBA leik Vísir/Getty Það ríkti mikil eftirvænting meðal körfuboltaáhugafólks fyrir leik San Antonio Spurs og Dallas Mavericks í 1. umferð NBA deildarinnar í nótt. Um var að ræða fyrsta NBA leik Victor Wembanyama, leikmanns Spurs, sem mikils er ætlast til af í deildinni. Wembanyama er af flestum talinn mest spennandi leikmaðurinn til að koma í gegnum nýliðaval NBA deildarinnar síðan LeBron James var valinn fyrstur af Cleveland Cavaliers árið 2003. San Antonio Spurs valdi Wembanyama í fyrsta valrétti nýliðavalsins þetta árið og í nótt lék hann sinn fyrsta NBA leik. Eftirvæntingin í Frost Bank Center, heimavelli Spurs var gríðarlega mikil en Wembanyama lenti snemma í villuvandræðum í leiknum. Það gerði honum erfitt fyrir framanaf leiknum. Franska undrið átti þó eftir að eiga flotta spretti í leiknum sem gefa tóninn fyrir það sem koma skal. Sterkur fjórði leikhluti sá til þess að Wembanyama endaði á því að skora fimmtán stig í leiknum, taka fimm fráköst, gefa tvær stoðsendingar, stela boltanum tvisvar og verja eitt skot. Hann hitti úr sex af sínum níu skotum, þar á meðal þremur þristum. Leiknum lauk með sigri Dallas Mavericks, 126-119 og var það sem fyrr Luka Doncic sem fór mikinn í leik Dallas. Slóveninn skilaði af sér þrefaldri tvennu í leiknum. Victor Wembanyama in his NBA debut:- 15 PTS (9 in Q4)- 5 REB- 67% FGWelcome to the Association #KiaTipOff23 pic.twitter.com/eFWYCoBmy6— NBA (@NBA) October 26, 2023 Súrealísk upplifun „Það eru auðvitað miklar tilfinningar sem bærast um innra með mér í tengslum við þetta kvöld,“ sagði Wembanyama í viðtali eftir leik. „Þetta hefði auðvitað verið fullkomin upplifun ef við hefðum sigrað leikinn.“ Hann segir það hafa verið súrealískt að sjá alla stuðningsmenn San Antonio Spurs sem voru samankomnir í Frost Bank Center fyrir leik. Wembanyama er nú formlega mættur í NBA-deildinaVísir/Getty Hvað villuvandræðin sem hann lenti í varðar, hafði Wembanyama þetta að segja um þau: „Það er auðvitað pirrandi að hafa komið sér í þessa stöðu en ég reyni alltaf að halda í jákvæðnina því ég veit að það er í hag liðsins. Ég get ekki látið minn pirring smita út frá sér í leik liðsins. Gerði vel í krefjandi aðstæðum Hjá San Antonio Spurs spilar Wembanyama undir stjórn hins reynslumikla þjálfara Greg Popovich. Sá var ánægður með það sem hann sé frá Wembanyama í frumraun leikmannsins í deild þeirra bestu. „Eitt af því erfiðasta sem leikmaður í þessari deild gengur í gegnum er að lenda í villuvandræðum,“ sagði Popovich í viðtali eftir leik. „Þegar að þú lendir í því áttu erfitt með að komast í takt við leikinn. Mér fannst hann þó sína mikinn þroska í þessum aðstæðum, þrátt fyrir að vera ungur að árum komst hann í gegnum þetta og átti sterka frammistöðu á síðustu sjö mínútum leiksins þar sem að hann lét ljós sitt skína.“ Greg Popovich, þjálfari San Antonio SpursVísir/Getty Hans hæfileikar hafi skinið í gegn á ákveðnum tímapunktum leiksins. „Við settum upp nokkur kerfi fyrir hann og hann gerði hluti sem margir aðrir hefðu ekki geta gert. Miðað við allt finnst mér hann hafa skilað af sér frábærri frammistöðu.“ Önnur úrslit næturinnar í NBA deildinni: Houston Rockets 86 - 116 Orlando MagicBoston Celtics 108 - 104 New York KnicksWashington Wizards 120 - 143 Indiana PacersAtlanta Hawks 110 - 116 Charlotte HornetsMinnesota Timberwolves 94 - 97 Toronto Raptors Detroit Pistons 102 - 103 Miami Heat Cleveland Cavaliers 114 - 113 Brooklyn Nets New Orleans Pelicans 111 - 104 Memphis Grizzlies Oklahoma City Thunder 124 - 104 Chicago Bulls Portland Trailblazers 111 - 123 Los Angeles Clippers NBA Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Wembanyama er af flestum talinn mest spennandi leikmaðurinn til að koma í gegnum nýliðaval NBA deildarinnar síðan LeBron James var valinn fyrstur af Cleveland Cavaliers árið 2003. San Antonio Spurs valdi Wembanyama í fyrsta valrétti nýliðavalsins þetta árið og í nótt lék hann sinn fyrsta NBA leik. Eftirvæntingin í Frost Bank Center, heimavelli Spurs var gríðarlega mikil en Wembanyama lenti snemma í villuvandræðum í leiknum. Það gerði honum erfitt fyrir framanaf leiknum. Franska undrið átti þó eftir að eiga flotta spretti í leiknum sem gefa tóninn fyrir það sem koma skal. Sterkur fjórði leikhluti sá til þess að Wembanyama endaði á því að skora fimmtán stig í leiknum, taka fimm fráköst, gefa tvær stoðsendingar, stela boltanum tvisvar og verja eitt skot. Hann hitti úr sex af sínum níu skotum, þar á meðal þremur þristum. Leiknum lauk með sigri Dallas Mavericks, 126-119 og var það sem fyrr Luka Doncic sem fór mikinn í leik Dallas. Slóveninn skilaði af sér þrefaldri tvennu í leiknum. Victor Wembanyama in his NBA debut:- 15 PTS (9 in Q4)- 5 REB- 67% FGWelcome to the Association #KiaTipOff23 pic.twitter.com/eFWYCoBmy6— NBA (@NBA) October 26, 2023 Súrealísk upplifun „Það eru auðvitað miklar tilfinningar sem bærast um innra með mér í tengslum við þetta kvöld,“ sagði Wembanyama í viðtali eftir leik. „Þetta hefði auðvitað verið fullkomin upplifun ef við hefðum sigrað leikinn.“ Hann segir það hafa verið súrealískt að sjá alla stuðningsmenn San Antonio Spurs sem voru samankomnir í Frost Bank Center fyrir leik. Wembanyama er nú formlega mættur í NBA-deildinaVísir/Getty Hvað villuvandræðin sem hann lenti í varðar, hafði Wembanyama þetta að segja um þau: „Það er auðvitað pirrandi að hafa komið sér í þessa stöðu en ég reyni alltaf að halda í jákvæðnina því ég veit að það er í hag liðsins. Ég get ekki látið minn pirring smita út frá sér í leik liðsins. Gerði vel í krefjandi aðstæðum Hjá San Antonio Spurs spilar Wembanyama undir stjórn hins reynslumikla þjálfara Greg Popovich. Sá var ánægður með það sem hann sé frá Wembanyama í frumraun leikmannsins í deild þeirra bestu. „Eitt af því erfiðasta sem leikmaður í þessari deild gengur í gegnum er að lenda í villuvandræðum,“ sagði Popovich í viðtali eftir leik. „Þegar að þú lendir í því áttu erfitt með að komast í takt við leikinn. Mér fannst hann þó sína mikinn þroska í þessum aðstæðum, þrátt fyrir að vera ungur að árum komst hann í gegnum þetta og átti sterka frammistöðu á síðustu sjö mínútum leiksins þar sem að hann lét ljós sitt skína.“ Greg Popovich, þjálfari San Antonio SpursVísir/Getty Hans hæfileikar hafi skinið í gegn á ákveðnum tímapunktum leiksins. „Við settum upp nokkur kerfi fyrir hann og hann gerði hluti sem margir aðrir hefðu ekki geta gert. Miðað við allt finnst mér hann hafa skilað af sér frábærri frammistöðu.“ Önnur úrslit næturinnar í NBA deildinni: Houston Rockets 86 - 116 Orlando MagicBoston Celtics 108 - 104 New York KnicksWashington Wizards 120 - 143 Indiana PacersAtlanta Hawks 110 - 116 Charlotte HornetsMinnesota Timberwolves 94 - 97 Toronto Raptors Detroit Pistons 102 - 103 Miami Heat Cleveland Cavaliers 114 - 113 Brooklyn Nets New Orleans Pelicans 111 - 104 Memphis Grizzlies Oklahoma City Thunder 124 - 104 Chicago Bulls Portland Trailblazers 111 - 123 Los Angeles Clippers
NBA Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum