Fjölskyldan í skýjunum með frumraun Fanneyjar Hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir, stimplaði sig rækilega inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er hún átti stórleik í sínum fyrsta A-landsleik. Leik gegn Dönum á útivelli í Þjóðadeildinni sem endaði með eins marks sigri Íslands. Fjölskylda Fanneyjar var á vellinum í Viborg og segir faðir hennar, Birkir Ingibjartsson, dóttur sína aldeilis hafa sýnt hvað í sér býr. 6.12.2023 12:00
Gúgluðu Óla Stef um leið og fregninar bárust Íslenski markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson horfir fram á bjartari tíma hjá liði sínu Aue í þýsku B-deildinni í handbolta nú þegar að Ólafur Stefánsson hefur tekið við þjálfun liðsins. Verkefnið framundan er þó ærið og situr Aue á botni deildarinnar. Ólafur hefur hins vegar, að mati Sveinbjarnar, komið inn með margar góðar og jákvæðar breytingar á skömmum tíma. 6.12.2023 08:01
Höfða hópmálsókn gegn Ronaldo Portúgalska knattspyrnugoðsögnin Cristiano Ronaldo stendur frammi fyrir hópmálsókn á hendur sér í Bandaríkjunum í tengslum við samstarf sitt við Binance, einn stærsta rafmyntarmarkað í heimi. Krefjast stefnendur þess að Ronaldo greiði sér því sem nemur einum milljarði Bandaríkjadala í skaðabætur. 1.12.2023 08:01
KSÍ vill að ríkið taki þátt í að greiða fyrir pylsuna Knattspyrnusamband Íslands hefur formlega óskað eftir aðkomu íslenska ríkisins að fjármögnun á leigu sambandsins á hitapylsunni svokölluðu sem notuð hefur verið til að gera Laugardalsvöll, þjóðarleikvang Íslendinga, leikfæran fyrir leikina sem fram hafa farið á vellinum núna undanfarnar vikur. 30.11.2023 15:58
Stólarnir óttast ekki dómsmál: „Eru með tapað mál í höndunum“ Formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls missir ekki svefn þrátt fyrir hótanir KB Peja frá Kósóvó þess efnis að fara með mál, tengt félagsskiptum Bandaríkjamannsins Jacob Calloway til Tindastóls, fyrir dómstóla. Calloway er mættur á Sauðárkrók þar sem að hann hyggst hefja nýjan kafla á sínum körfuboltaferli. 30.11.2023 11:48
Real Madrid tryggði sér efsta sætið með sigri á Ítalíumeisturunum Real Madrid tryggði sér í kvöld efsta sætið í C-riðli Meistaradeildarinnar með 4-2 sigri á Napoli á heimavelli í kvöld. Napoli dugir stig í lokaumferðinni til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum. 29.11.2023 22:11
Ísland fær tvö sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar Ísland fær tvö sæti í riðlakeppni Evrópudeildar félagsliða í handbolta á næsta tímabili. Þetta varð ljóst fyrr í dag þegar að Evrópska handknattleikssambandið gaf út styrkleikalista deildarinnar fyrir næstu leiktíð. 29.11.2023 15:53
Þriggja vikna vinna í vaskinn Það er enn ekki ljóst hver mun taka á sig að kostnaðinn við undirbúning Laugardalsvallar fyrir Evrópuleiki Breiðabliks í vetur. Undirbúningur síðustu þriggja vikna fyrir síðasta heimaleikinn, sem fara átti fram á Laugardalsvelli annað kvöld, er farinn í vaskinn með einhliða ákvörðun UEFA í gær og hyggst framkvæmdastjóri KSÍ taka málið upp á fundi UEFA um komandi helgi. 29.11.2023 14:31
Svona var blaðamannafundur Blika fyrir leikinn gegn Maccabi Tel Aviv Halldór Árnason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta, og Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Kópavogsvelli í dag fyrir leik liðsins gegn Maccabi Tel Aviv í 5.umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. 29.11.2023 14:00
Ákvörðun UEFA kom vallarstjóra Laugardalsvallar á óvart: „Virkilegt högg“ Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, segir það hafa verið virkilegt högg fyrir sig og starfsfólk vallarins í gærkvöldi þegar að þau fengu veður af ákvörðun Evrópska knattspyrnusambandsins að færa leik Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu af vellinum yfir á Kópavogsvöll. Margra vikna vinn er nú farin í súginn og segir Kristinn að vel hefði verið hægt að spila leikinn á Laugardalsvelli sem sé í mjög góðu ásigkomulagi. 29.11.2023 11:10