„Kannski það eina sem mér fannst ekki gott við viðskilnaðinn“ Á tímamótum lítur Freyr Alexandersson, sem hefur tekið að sér nýtt þjálfarastarf hjá KV Kortijk í Belgíu, stoltur yfir tíma sinn hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. 8.1.2024 07:30
Fá kraftaverkamanninn Frey til að koma á stöðugleika: „Vita hvað þeir eru að fá“ Gærdagurinn var fyrsti formlegi dagur Freys Alexanderssonar í starfi knattspyrnuþjálfara belgíska úrvalsdeildarfélagsins KV Kortijk. Freyr var á dögunum keyptur til Kortrijk frá danska félaginu Lyngby sem hann hafði þjálfað við góðan orðstír. Komið liðinu upp í dönsku úrvalsdeildina og fest það í sessi þar. 6.1.2024 23:30
„Síðustu vikur hafa verið mikil rússíbanareið“ Í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld verður rætt við Frey Alexandersson, nýráðinn þjálfara belgíska úrvalsdeildarfélagsins KV Kortrijk. Þar fer Freyr yfir rússíbanareið undanfarinna vikna, ákvörðunin að halda til Kortrijk sem er í miklu basli heima fyrir þessa dagana og hefur upplifað mikinn óstöðugleika undanfarin ár. 6.1.2024 15:39
Elvar Örn verkjalaus og klár í mínútur í dag Það bendir allt til þess landsliðsmaðurinn öflugi. Elvar Örn Jónsson, geti beitt sér að fullu með íslenska landsliðinu á komandi Evrópumóti í Þýskalandi. 6.1.2024 09:31
„Ég er ekki að fara að fela eitthvað“ Rétt rúm vika er í fyrsta leik strákanna okkar á EM í handbolta. Landsliðsþjálfarinn er sáttur með undirbúning liðsins sem hann segir vera á pari. 5.1.2024 08:31
Tækifæri fyrir íslenska leikmenn að láta til sín taka um helgina Íslenskum knattspyrnukonum gefst gott tækifæri til þess að láta ljós sitt skína út í heim héðan af landi um komandi helgi. 4.1.2024 19:15
Langþráður draumur Páls Sævars loksins að rætast Gamall draumur útvarpsmannsins og vallarkynnisins góðkunna, Páls Sævars Guðjónssonar, mun rætast í kvöld er hann verður, ásamt góðum hópi Íslendinga, viðstaddur spennandi keppnisdag á heimsmeistaramótinu í pílukasti. 29.12.2023 13:31
Mjög stutt í að Sveindís Jane snúi aftur Það er mjög stutt í að við fáum að sjá íslensku landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur, leikmann Wolfsburg, aftur inn á knattspyrnuvellinum eftir meiðslahrjáða mánuði. Þessi öflugi leikmaður hefur ekki setið auðum höndum þrátt fyrir að hafa ekki geta' sinnt atvinnu sinni að fullu að undanförnu. Hún er rithöfundur nýrrar barnabókar sem kom út núna fyrir jólin. 21.12.2023 10:00
„Þetta er nú bara svona á hverju ári“ Það má með sanni segja að Orri Steinn Óskarsson hafi tekið stór skref á sínum fótboltaferli ár árinu sem nú er að líða. Eftir að hafa verið sendur á láni til liðs í næst efstu deild Danmerkur í upphafi árs þá sneri Orri Steinn til baka þaðan í lið FC Kaupmannahafnar, meira reiðubúinn en áður til þess að láta til sín taka. 21.12.2023 08:00